Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 99
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 99
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
Ráðstefnulandið Ísland:
Hreint land í alfaraleið
„Ísland hentar vel til ráðstefnuhalds. Landið er spenn-
andi áfangastaður nánast allra, því að fáir hafa komið
hingað áður. Heillandi náttúran er mjög aðgengileg
og hægt er að heimsækja flestar þær náttúruperlur
sem helst höfða til ferðamanna í stuttri dagsferð. Þá
hefur Reykjavík flest sem erlendar stórborgir státa
af, en býr jafnframt yfir kostum og töfrum smæðar-
innar. Hér er allt í seilingarfjarlægð og fara má gang-
andi flestra sinna ferða,“ segir Sigmar B. Hauksson,
verkefnisstjóri heilsuborgarinnar Reykjavík.
Öflugra starf flugfélaganna - þá helst Icelandair
- og meiri ferðatíðni er, að sögn Sigmars, meðal þess
sem hefur gert Ísland að sífellt betri valkosti þegar
halda skal alþjóðlegar ráðstefnur. Við erum komin
í alfaraleið. En það eitt dugar ekki til nema ímynd
landsins sjálfs sé sterk.
„Náttúra landsins, menning og saga þykja forvitni-
leg. Sömuleiðis er vitund fólks fyrir hreinleika lands-
ins og lítilli mengun sífellt að aukast. Íslenskar laugar
og líkamsræktarstöðvar njóta vinsælda og hér er
jafnframt stutt og auðvelt að komast á góða golfvelli.
Íslenski hesturinn á sér marga aðdáendur. Íslensk
matargerðarlist vekur æ meiri áhuga erlendra ferð-
amanna. Mengun er hér sáralítil miðað við ýmsar
nálægar borgir, þó okkur finnist sjálfum stundum
nóg um. Sama gildir um þætti eins og glæpatíðni, hér
er hún lítil, á meðan veitingamenn til dæmis í Kaup-
mannahöfn ráðleggja fólki að ganga ekki eitt heim
að kvöldlagi af krám í miðborginni. Í Reykjavík getur
fólk verið þokkalega öruggt um sig.“
Sigmar B. Hauksson,
verkefnisstjóri heilsu-
borgarinnar Reykjavík.