Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 102

Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR KYNNING Um áramótin sameinuðust Kynnisferðir og SBK þegar Kynnis-ferðir keyptu allt hlutafé í SBK, en fyrir áttu Kynnisferðir 40% hlutafjár. SBK hefur um árabil séð um sérleyfisakstur milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og Suðurnesja, skólaakstur fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja og strætisvagnaakstur í Reykjanesbæ auk annars aksturs. SBK verður áfram rekið undir sama vörumerki og ætlun okkar er að styrkja og efla samgöngur á svæðinu í náinni framtíð, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða. SBK hefur rekið áætlunarbíla og strætisvagna, en Kynnisferðir eru með 60 rútur. Þráinn segir að fyrirtækin hafi átt mjög farsælt og langt viðskiptasamband áður en til sameiningarinnar kom. Lengi hefur verið horft til bættra samgangna á Suðurnesjum sem m.a. myndu tengja betur saman Flugstöð Leifs Eiríkssonar, helstu byggðakjarna, Bláa lónið og Reykjavík. Kynnisferðir hafa áhuga á að taka þátt í þessum samgöngubótum. Slíkar breytingar ættu að hafa hvetjandi áhrif á alla ferðaþjónustu á svæðinu. Kynnisferðir tóku í upphafi árs 2006 við sérleyfi til Suðurnesja, sem felur m.a. í sér ferðir til Grindavíkur með viðkomu í Bláa lón- inu og til Reykjanesbæjar og byggðakjarna þar um kring. Ferðaþjónusta hefur aukist mjög undanfarin ár á Suðurnesjum og er þar margt í boði fyrir ferðamenn. Nægir þar að nefna Bláa lónið, Saltfiskssafnið, Fræðasetrið í Sandgerði og hvalaskoðun, auk þess eru þar margir veitingastaðir og margir gistimöguleikar. Leiðir Kynnisferða liggja víða Rekstur Kynnisferða, sem stofn- aðar voru árið 1968, er fjölbreyttur en dagsferðir og akstur Flug- rútunnar milli Reykjavíkur og Flugstöðvarinnar eru veigamestu þættir rekstrarins. Kynnisferðir hafa einnig á hendi sérleyfisferðir milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði og áfram til Egilsstaða yfir háannatímann. Á sumrin reka Kynnisferðir einnig skipulagðar ferðir á hálendisstaði eins og Þórsmörk, Laka, yfir Sprengisand og í Landmannalaugar. Þá leigja Kynnisferðir rútur fyrir hópa og skipu- leggja ferðir bæði með og án leiðsögumanna. Aðalskrifstofur Kynnisferða eru í Kópavogi, en auk þess er fyr- irtækið með fjórar söluskrifstofur í Reykjavík og starfsstöðvar í Flugstöðinni, í Reykjanesbæ, á Selfossi, í Húsadal í Þórsmörk og á Höfn í Hornafirði. KYNNISFERÐIR: Kynnisferðir og SBK sameinast Með sameiningu Kynnisferða og SBK er gert ráð fyrir aukinni þjónustu á Suðurnesjum. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Hop-on hop-off“-vagninn ekur með ferðamenn um Reykjavík á vegum Kynnisferða. Sími 562 1011 • Textavarp RUV 455 & 456 • www.re . i s • www.f lybus . i s Upphafs- og endastöð allra ferða er Umferðarmiðstöðin/BSÍ. Ke fla vík Ha fn arf jör ðu r H óte l V íki ng Ga rða bæ r A ktu -Ta ktu Re yk jav ík BS Í/U mf erð arm iðs töð in Þú tekur flugið Svona á að ferðast. Skildu bílinn þinn eftir heima. Hugsaðu þér hvað það er miklu þægilegra að taka Flugrútuna frá Umferðarmiðstöðinni og mæta afslappaður og úthvíldur í flugið. Svo ekki sé minnst á að vera laus við að leita að bílnum við heimkomuna. • Verð 1.100 kr. aðra leiðina. • Aukaferðir fyrir leiguflug sem ekki fellur að áætlun. Kynntu þér ferðaáætlun Flugrútunnar á www.flugrutan.is eða á www.flybus.is frá BSÍ Ókeypis fyrir börn að 11 ára aldri. 50% afsláttur fyrir unglinga, 12-15 ára. ATHUGIÐ! Fjölskylduvæn rútuferð Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K YN 31 19 0 02 /2 00 6 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K YN 31 19 0 02 /2 00 6 KYNNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.