Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 106

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 Við skipulagningu funda eða ráðstefna er mikilvægt að dag- skráin teygist ekki of langt fram á daginn. „Núorðið er krafa Íslendinga að vera búnir með verkefni dagsins um klukkan fimm síðdegis. Vinnumynstur okkar hefur breyst að þessu leyti. Tíminn að loknum vinnudegi fer í að sinna börnum, fara í líkamsrækt eða önnur skylduverkefni. Því er mjög mikilvægt að skipuleggja fund þannig að honum sé lokið klukkan fimm, ella fer fólk að tínast í burtu af sjálfsdáðum,“ segir Inga Sólnes, framkvæmdastjóri Gestamóttökunnar ehf. Inga hefur skipulagt mikinn fjölda ráðstefna á undanförnum árum fyrir hin ýmsu félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir, inn- lendar sem erlendar. „Á Norðurlöndunum er vinnudegi víðast lokið klukkan fjögur. Þetta þarf að hafa sérstaklega í huga við skipulagningu norrænna ráðstefna. Hins vegar er fólk frá þessum nágrannaþjóðum okkar yfirleitt tilbúið að hefja fundi dagsins snemma, jafnvel klukkan átta, á meðan okkur Íslend- ingum hentar betur að byrja klukkan níu, ef um heilsdags fund er að ræða,“ segir Inga og bætir við að sjálfsagt þyki að enda góðan fund með svokölluðum léttum veitingum til að spjalla um viðfangsefnið og hitta mann og annan í fundarlok. „Stundum taka erlendir ráðstefnugestir börnin með - og þá þarf að vera dagskrá fyrir þau ekki síður en maka. Einu sinni fengum við starfsfólk ÍTR okkur til aðstoðar, þeir fóru með barnahópinn í Húsdýragarðinn og síðan með strætó í Árbæj- arlaug, þar sem allir fengu pylsur að íslenskum sið að lokinni laugarferð. Fékk það góðar undirtektir, sem sannar að hlutirnir þurfa ekki alltaf að kosta mikið svo allir verði ánægðir, það eru hugmyndaauðgi og áræði sem ráða úrslitum.“ Inga Sólnes, framkvæmdastjóri Gestamóttökunnar ehf. Mikilvægar tímasetningar við ráðstefnuhald: Dagskrá sé lokið klukkan fimm Ráðstefnuborgin Reykjavík: Menningarlíf hefur aðdráttarafl „Reykjavík er að styrkjast sífellt betur í sessi sem alþjóðleg ráð- stefnuborg. Bæði þykir borgin og ekki síður Ísland áhugaverður áfangastaður og sömuleiðis er hér nú komin ágæt aðstaða til að halda stóra fundi og ráðstefnur,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar Ráðstefnuskrifstofu Íslands og sviðsstjóri menn- ingar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur. Á síðustu misserum hefur verið unnið nokkuð markvisst markaðsstarf af hálfu Ráðstefnuskrifstofunnar. Að henni eiga aðild Reykjavíkurborg, Icelandair og Ferðamálastofa auk um 40 ferðaþjónustufyrirtækja, sem koma með einum eða öðrum hætti að markaðssetningu og móttöku ráðstefnu- og hvataferða. Framundan er svo að beina sjónum að þeim tækifærum sem skap- ast þegar nýja ráðstefnu- og tónleikahúsið í Austurhöfn verður tekið í notkun haustið 2009. „Okkur veitir ekkert af tímanum því stórar og fjölmennar ráð- stefnur kalla á margra ára undirbúning og fundarstaður er gjarnan ákveðinn með margra ára fyrirvara. Þannig eru þegar farnar að berast fyrirspurnir vegna ráðstefnuhússins sem sýnir ágætlega hve mikil þörfin er. Það er jafnframt æ algengara að alþjóðlegum ráðstefnum hér á landi sé valinn tími í tengslum við Listahátíð eða Menningarnótt, viðburði sem setja skemmtilegan svip á borg- arlífið og þykja nú ómissandi. Kröftugt menningarlíf hefur mikið að segja við markaðssetningu borgarinnar Það sem vinnur gegn Íslandi á þessum alþjóðlega ráðstefnumarkaði er fyrst og fremst óhagstætt og hátt gengi krónunnar og sú ímyndaða fjarlægð, sem margir sjá okkur í. Á milli Lundúna og Íslands er aðeins tveggja og hálfs tíma flug en margir Bretar halda hins vegar að flugið hingað sé kannski fjórir tímar og þessum misskilningi er mikilvægt að eyða,“ segir Svanhildur Kon- ráðsdóttir. Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar Ráðstefnuskrif- stofu Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.