Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
KYNNING
Gott starfsumhverfi hefur mikil áhrif á afköst þeirra sem í því vinna, á það jafnt við um skrifstofuna og fundarsalinn sem og annað vinnuumhverfi. Oddi skrifstofuvörur ehf. hefur
þessa staðreynd að leiðarljósi og býður viðskiptavinum sínum
vönduð húsgögn frá tveimur þekktum fyrirtækjum, sænska hús-
gagnaframleiðandanum EFG og danska fyrirtækinu RBM.
„EFG er eitt stærsta skrifstofuhúsgagnafyrirtæki Evrópu og á
rætur að rekja yfir hundrað ár aftur í tímann. Einkunnarorð EFG
eru: Gæði, virkni, sveigjanleiki, hagkvæmni og hönnun,“ segir Elfa
Hannesdóttir, vörustjóri húsgagna hjá Odda skrifstofuvörum. „RBM
sérhæfir sig á sviði skrifstofuvöruframleiðslu og leggur mikið upp
úr hönnun og glæsileika. Það býður fjölbreytt úrval skrifstofustóla
ásamt húsgögnum fyrir fundarsali, ráðstefnusali, mötuneyti o.fl.
Hjá Odda skrifstofuvörum færðu allt fyrir skrifstofuna, borð, stóla
ásamt bókahillum og skápum í miklu úrvali, skilveggjum, mót-
tökuborðum og öðru þegar kemur að því að innrétta rýmið fyrir
skrifstofuna. Úrvalið í borðum og stólum er mjög fjölbreytt og
meðal annars má fá rafdrifin skrifborð sem njóta mikilla vinsælda,
enda þykir mörgum þægilegt að geta staðið upp og hækkað vinnu-
borðið til þess að vinna megi við það standandi. Fundarborð eru
einnig fáanleg rafdrifin. Ganga sumir svo langt að vinna ævinlega
standandi. Hjá Odda skrifstofuvörum eru einnig á boðstólum hús-
gögn sem fara vel í fundarsölum og ekki má gleyma því að mörg
borðin og stólarnir henta líka fyrir heimilið, t.d. sem eldhús- eða
borðstofustólar og borð.
ODDI SKRIFSTOFUVÖRUR:
Gott vinnuumhverfi eykur afköstin
Tví- og þrívíddarteikningar gera fólki kleift að sjá skrifstofuna fyrir sér vel búna húsgögnum.