Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
Íslensk fyrirtæki í leit að einhverju sem gestir þeirra hafa ekki upplifað áður geta verið vissir um að finna það á Hótel Holti. Í salnum Þingholti er frábær aðstaða fyrir fundi jafnt sem veislur
og móttökur. Hótel Holt er innréttað í klassískum stíl og í sölum,
gistiherbergjum, svítum og öðrum vistarverum hót-
elsins eru listaverk sem gera það einstakt hér á
landi og þótt víðar væri leitað að sögn Rósbjargar
Jónsdóttur, markaðsstjóra hótelsins.
„Þingholt hentar mjög vel fyrir minni fundi. Í
þessum fallega sal geta fundarmenn haldið fundi
algjörlega óáreittir og í friði. Salurinn rúmar 60
manns í sæti með svokallaðri bíóuppröðun, 40 manns ef setið er
við borð og 120 manns í móttökum.“ Þótt talað sé um að Þingholt
henti fyrir minni fundi sýna tölurnar að þarna má halda allfjöl-
menna fundi og það sem meira er, í
fundarlok er hægt að bjóða mönnum
til veislu í veitingasal Hótel Holts.
Rekstraraðilar hótelsins í dag eru
Eiríkur Ingi Friðgeirsson matreiðslu-
meistari og Sigmar Örn Ingólfsson,
framleiðslumeistari. Hótel Holt
hefur frá upphafi verið þekkt fyrir
frábæran mat og drykk, enda fag-
menn í hverju rúmi. Vert er að hafa
í huga að rétt umgjörð í kringum
fundi skiptir ekki síður máli ef góður
árangur á að nást.
Gistiaðstaða og glæsilegur kvöld-
verður Á Hótel Holti er fyrsta flokks
gistiaðstaða, 40 gistiherbergi, þar af
12 rúmgóðar svítur. Rósbjörg segir
að algengt sé að fundarmenn gisti á hótelinu og bætir við að hótelið
geri fyrirtækjum, sem velja að njóta bæði gistingar og fundarað-
stöðu, mjög góð tilboð, en hótelið sé vissulega tilvalinn staður fyrir
þá sem þurfa að taka stórar ákvarðanir. Margir kjósi síðan að enda
fundi með glæsilegum kvöldverði.
Ýmsar breytingar eru á döfinni á Hótel Holti,
m.a. í Þingholti. Að auki hefur verið tekið í notkun
sérstakt líkamsræktarherbergi og nuddherbergi
en hótelgestir geta líka farið frítt í líkamsræktar-
stöðina Laugar. Í nuddherberginu eru einvörðungu
notaðar jurtavörur, sérframleiddar fyrir Hótel Holt
og hægt er að kaupa þær í fallegum gjafaöskjum. Loks má nefna að
í desember var opnuð gjafavöruverslun á hótelinu þar sem gestir
geta keypt íslenska listmuni. „Allt er þetta ætlað til að stuðla að
betri þjónustu við gestina,“ segir
Rósbjörg.
„Gæðaþjónusta er okkar fag,“
hefur lengi verið kjörorð Hótel
Holts sem býður hverjum og einum
þjónustu við sitt hæfi. Framsækin
íslensk fyrirtæki í stöðugri útrás
leita gjarnan að einhverju sérstöku
sem gestir þeirra og viðskiptaaðilar
hafa ekki kynnst áður. Hótel Holt
á fullt erindi inn á þann vettvang
með þá sérstöðu sem það býður
upp. Öll aðstaða er til fyrirmyndar.
Umhverfið er tignarlegt og um leið
notalegt og skapandi en það er
einmitt það sem skiptir máli þegar
halda þarf þýðingarmikla fundi sem
eiga að skila árangri.
HÓTEL HOLT
Árangursríkir fundir
í tignarlegu umhverfi
Hótel Holt býr yfir sér-
stöðu sem gestir þess
kunna að meta.
BERGSTAÐASTRÆTI 37
SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025
holt@holt.is • www.holt.is
– það kostar ekkert meira
Hafðu þaðtignarlegt
Hótel Holt
40 herbergi, þar af 12 svítur
Öll herbergin eru glæsilega innréttuð
í klassískum stíl og prýdd íslenskri myndlist
Nettenging innifalin í herbergisverði
Listasafnið – veitingahús
Virtasta veitingahús landsins
Vínkjallari með yfir 4000 vínflöskum
Alveg einstök upplifun
Þingholt
Fundaraðstaða fyrir allt að 60 manns
Veislur og móttökur fyrir allt að 120 manns
Fyrsta flokks búnaður og háhraða tengingar
Margreynt og faglært starfsfólk aðstoðar
við undirbúning og skipulagningu
Verið velkomin
Rósbjörg Jónsdóttir markaðsstjóri Hótel Holts með
rekstraraðilum hótelsins, þeim Eiríki Inga Friðgeirssyni og
Sigurði Erni Ingólfssyni.
KYNNING