Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 116

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 Eftirminnilegur ræðumaður: Í Genf með Gates „Bill Gates er frábær ræðumaður og nær vel til áheyrenda sinna, hvort sem ræðurnar eru hans eigin smíð eða annarra. Ég sat Alþjóða heilbrigðisþingið suður í Genf á síðasta ári og þar var þessi ríkasti maður heims meðal fyrirlesara og talaði um þann vanda sem við er að glíma í heilbrigðismálum í þriðja heiminum. Þetta er mál sem Gates hefur látið mjög til sín taka og veitt til þess milljörðum Bandaríkjadala,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. „Mér þótti áhrifamikið að hlusta á erindi hans þar sem nið- urlagsorðin voru þau, að mikilvægast væri að þriðja heiminum væru útveguð lyf eftir leiðum sem væru allt í senn einfaldar, ódýrar og aðgengilegar. Jafnframt gagnrýndi hann vanrækslu- syndir Vesturlanda mjög harðlega.“ Sigurbjörn segist á undanförnum árum hafa sótt margar læknaráðstefnur, bæði hér heima og erlendis. Þær hafi verið hver með sínum svip, en síðusta áratuginn hafi almenna þró- unin við skipulagningu þeirra verið sú að blanda í ríkari mæli saman ferðalögum og fræðslu. Margar þessara ráðstefna séu skipulagðar af breskum aðilum sem bjóði til dæmis upp á ferðir til Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku og kostnaðurinn sé ekki meiri en við gistingu á sama tíma í Norður-Evrópu. „Þá er í vikuferð boðið upp á fræðslu sem spannar 30 til 35 klukkustundir, þannig að fólk hefur líka talsverðan tíma til að skoða sig um, njóta sólar eða annars. Ég hef farið í nokkrar svona ferðir og líkað vel, bæði er afþreyingin góð og fyrirlesar- arnir eru aðallega læknar sem eru afar framarlega á sínu sviði.“ Vinnufundur tók óvænta stefnu: Litháa þyrsti í þekkingu „Eftirminnilegasti vinnufundur sem ég hef farið á var í Litháen 2001, en þá starfaði ég sem fræðslustjóri VR. Þetta verkefni varð til í kjölfar ráðstefnunnar „Konur og lýðræði“ sem var haldin hér á landi árið 1999 og Hillary Clinton heiðraði með nærveru sinni,“ segir Alda Sigurðardóttir, kynningarstjóri Háskólans í Reykjavík. „Markmið þessa vinnufundar var að aðstoða samtök atvinnurek- enda og launþega í Litháen til að vinna að jafnréttismálum á vinnu- markaði. Við undirbúning fundarins, sem var í höndum bandaríska sáttasemjaraembættisins, kom í ljós að jafnrétti á vinnumarkaði var fjarstæðukennd hugmyndafræði í hugum Litháa. Áhugi heima- manna beindist fyrst og fremst að grundvallarreglum samskipta á vinnumarkaði, það er kjarasamningagerð. Samningar voru ekki til í öllum atvinnugreinum og þeir sem voru til, voru ekki upp á marga fiska. Þema fundarins var því breytt og ég sem hafði verið valin til að flytja erindi um jafnréttismál fyrir hönd VR var orðin erindreki kjarasamningagerðar á Íslandi.“ Yfir 100 manns sóttu vinnufundina sem stóðu yfir í fjóra daga. Segist Alda hafa skynjað mikinn kraft í öllum fundinum, þó svo efni hans hefði verið þurrt í eðli sínu. „Eileen B. Hoffman lögfræð- ingur náði til þátttakenda á einstakan hátt. Í upphafi hvers fyrir- lestrar spurði hún þátttakendur spurninga og notaði svörin sem dæmi í fyrirlestrum sínum. Það hjálpaði þátttakendum að tengja efnið við raunveruleikann í Litháen. Það var einstök upplifun að taka þátt í þessu verkefni, þátttakendur hreinlega þyrsti í þekk- ingu, sem var mjög gefandi.“ Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. Alda Sigurðardóttir, kynningarstjóri Háskólans í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.