Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Eftirminnilegur ræðumaður:
Í Genf með Gates
„Bill Gates er frábær ræðumaður og nær vel til áheyrenda
sinna, hvort sem ræðurnar eru hans eigin smíð eða annarra.
Ég sat Alþjóða heilbrigðisþingið suður í Genf á síðasta ári og
þar var þessi ríkasti maður heims meðal fyrirlesara og talaði
um þann vanda sem við er að glíma í heilbrigðismálum í þriðja
heiminum. Þetta er mál sem Gates hefur látið mjög til sín taka
og veitt til þess milljörðum Bandaríkjadala,“ segir Sigurbjörn
Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands.
„Mér þótti áhrifamikið að hlusta á erindi hans þar sem nið-
urlagsorðin voru þau, að mikilvægast væri að þriðja heiminum
væru útveguð lyf eftir leiðum sem væru allt í senn einfaldar,
ódýrar og aðgengilegar. Jafnframt gagnrýndi hann vanrækslu-
syndir Vesturlanda mjög harðlega.“
Sigurbjörn segist á undanförnum árum hafa sótt margar
læknaráðstefnur, bæði hér heima og erlendis. Þær hafi verið
hver með sínum svip, en síðusta áratuginn hafi almenna þró-
unin við skipulagningu þeirra verið sú að blanda í ríkari mæli
saman ferðalögum og fræðslu. Margar þessara ráðstefna séu
skipulagðar af breskum aðilum sem bjóði til dæmis upp á ferðir
til Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku og kostnaðurinn sé ekki
meiri en við gistingu á sama tíma í Norður-Evrópu.
„Þá er í vikuferð boðið upp á fræðslu sem spannar 30 til 35
klukkustundir, þannig að fólk hefur líka talsverðan tíma til að
skoða sig um, njóta sólar eða annars. Ég hef farið í nokkrar
svona ferðir og líkað vel, bæði
er afþreyingin góð og fyrirlesar-
arnir eru aðallega læknar sem
eru afar framarlega á sínu
sviði.“
Vinnufundur tók óvænta stefnu:
Litháa þyrsti
í þekkingu
„Eftirminnilegasti vinnufundur sem ég hef farið á var í Litháen
2001, en þá starfaði ég sem fræðslustjóri VR. Þetta verkefni varð
til í kjölfar ráðstefnunnar „Konur og lýðræði“ sem var haldin hér
á landi árið 1999 og Hillary Clinton heiðraði með nærveru sinni,“
segir Alda Sigurðardóttir, kynningarstjóri Háskólans í Reykjavík.
„Markmið þessa vinnufundar var að aðstoða samtök atvinnurek-
enda og launþega í Litháen til að vinna að jafnréttismálum á vinnu-
markaði. Við undirbúning fundarins, sem var í höndum bandaríska
sáttasemjaraembættisins, kom í ljós að jafnrétti á vinnumarkaði
var fjarstæðukennd hugmyndafræði í hugum Litháa. Áhugi heima-
manna beindist fyrst og fremst að grundvallarreglum samskipta á
vinnumarkaði, það er kjarasamningagerð. Samningar voru ekki til
í öllum atvinnugreinum og þeir sem voru til, voru ekki upp á marga
fiska. Þema fundarins var því breytt og ég sem hafði verið valin til
að flytja erindi um jafnréttismál fyrir hönd VR var orðin erindreki
kjarasamningagerðar á Íslandi.“
Yfir 100 manns sóttu vinnufundina sem stóðu yfir í fjóra daga.
Segist Alda hafa skynjað mikinn kraft í öllum fundinum, þó svo
efni hans hefði verið þurrt í eðli sínu. „Eileen B. Hoffman lögfræð-
ingur náði til þátttakenda á einstakan hátt. Í upphafi hvers fyrir-
lestrar spurði hún þátttakendur spurninga og notaði svörin sem
dæmi í fyrirlestrum sínum. Það hjálpaði þátttakendum að tengja
efnið við raunveruleikann í Litháen. Það var einstök upplifun að
taka þátt í þessu verkefni, þátttakendur hreinlega þyrsti í þekk-
ingu, sem var mjög gefandi.“
Sigurbjörn Sveinsson,
formaður Læknafélags
Íslands.
Alda Sigurðardóttir,
kynningarstjóri
Háskólans í
Reykjavík.