Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 117

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 117
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 117 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Sveinn Sveinsson, veitingastjóri í Bláa lóninu. Góður kokteill í fundarlok: Lyftum léttvínsglösum! „Á matseðlinum okkar hér í Bláa lóninu leggjum við ekki síst áherslu á sjávarfang, enda njóta slíkir réttir mikilla vinsælda. Þar kemur bæði til að gestir okkar erlendis frá vilja gjarnan séríslenska rétti og þá er fiskurinn nærtækur, þar sem við erum í næsta nágrenni við Grinda- vík, eina stærsta verstöð landsins,“ segir Sveinn Sveinsson, veitingastjóri í Bláa lóninu. Humar nýtur sífellt meiri vin- sælda, hvort heldur sem aðal- eða forréttur. Þessum krabbafiskur, sem fyrir fáum áratugum þótti ekki nýt- anlegur og var ævinlega hent, finnst flestum nú vera lostæti og er dýr í samræmi við það. „Oft erum við með grillaðan humar í aðalrétt en oftar lúðu eða rauðsprettu, flatfisk sem er auðvelt að fá úr sjávarplássunum hér á Suð- urnesjum. Grindavík er samt þekkt- ust fyrir saltfiskinn góða, löngum hefur verið hermt að hvergi af land- inu komi slíkur fiskur jafngóður. Það sem hér hefur verið vinsælast er saltfiskréttur, sem er beinlaust hnakkastykki og meðlætið grænmet- ismauk og tómatívaf að spænskum hætti. Þetta er afar ljúffengur réttur; íslenskur og alþjóðlegur í senn.“ Á hátíðarmatseðlinum skiptir eft- irrétturinn ekki síst máli - og haldi menn sig áfram við íslenska rétti í því sambandi nefnir Sveinn að þar gæti komið til greina ostakaka eða skyrréttur einhvers konar. „Skyrið er sífellt vinsælla, enda bæði ljúffengt og hefur að sama skapi óendanlega möguleika sem hráefni - rétt eins og allar íslenskar mjólkurvörur.“ Góðir réttir á ráðstefnuborðið: Fiskur er alltaf vinsæll „Léttvín eða bjór eru mjög algengir drykkir í lok fundar eða ráðstefnu. Ekki er hins vegar langt síðan sjálf- sagt þótti að enda fundahöld á því að lyfta glösum með sterku áfengi. Slíkt var siður sem mátti missa sín, enda hefur þarna orðið ánægju- leg breyting nú á tiltölulega fáum árum,“ segir Hörður Sigurjónsson, veitingamaður á Kaffi Reykjavík. Ýmis fyrirtæki í miðborginni halda fundi sína og ráðstefnur gjarnan á Kaffi Reykjavík enda henta salarkynni þar ágætlega til slíks. „Eftir fund er til dæmis vin- sælt að fara á Ísabarinn hér á jarð- hæðinni sem er eins konar frysti- klefi og hitastigið er sex gráður í mínus. Að fara þangað og fá sér vodka eða þá íslenskt brennivín er nokkuð sem alltaf nýtur vinsælda. Annars eru léttu drykkirnir að koma sífellt meira inn, til dæmis freyðivín, hvítvín, rauðvín eða þá bjórinn,“ segir Hörður sem starfað hefur við veitingarekstur í um þrjátíu ár. Ýmiss konar smáréttir þykja ómissandi í lok fundar. Þar segir Hörður að ýmiss konar spænskir smáréttir séu að verða æ vinsælli - og sömuleiðis standi ostapinnar eða snittur með áleggi alltaf fyrir sínu. Hörður Sigurjónsson, veitingamaður á Kaffi Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.