Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 122

Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 122
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR KYNNING Að mati fagfólks í heilbrigðiskerfinu er margt sem bendir til þess að aukið álag starfsmanna fyrirtækja og opinberra stofnana leiði til afleiddra sjúkdóma í auknum mæli, bæði líkamlegra og andlegra. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur því ákveðið að halda ráðstefnu föstudaginn 3. mars undir yfirskriftinni „Velferð starfsmanna, velgengni fyrirtækja“ og verður fjallað um gildi markvissrar starfsmannastefnu og áhrif hennar á hagsæld fyrirtækja. „Með þessari ráðstefnu erum við að reyna að svara því hvort sú mikla útrás sem á sér stað hjá íslenskum fyrirtækjum, sem og samruni fyrirtækja og stofnana, bitni ef til vill á starfsmönnunum og samfélaginu í heild,“ segir Hans Júlíus Þórðarson hjá Endurmenntun HÍ. Ráðstefnan verður á Hótel Nordica og munu fjórir fyrirlesarar flytja erindi og leiða síðan umræður í lokin. Aðalfyrirlesarinn er Colin Price, framkvæmdastjóri McKinsey&Comp- any í London, sem er stærsta og virtasta ráðgjaf- arfyrirtæki í heimi, og forstöðumaður McKinsey’s Global Organ- isation Practice. Price sérhæfir sig í mannauðsstjórnun og er einn af helstu sérfræðingum Breta á þessu sviði. Erindi hans á ráðstefn- unni nefnist „Health and Leadership“. Mannauðsmál og heilsuefling Ráðstefnan er ætluð æðstu stjórn- endum fyrirtækja og stofnana, starfsmannastjórum, sérfræð- ingum í mannauðsmálum og áhuga- og fagfólki sem vill afla sér þekkingar á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að þátttakendur öðlist betri skilning á áhrifum stjórnunaraðferða fyrirtækja og afleið- ingum þeirra eftir því hvernig staðið er að mannauðsmálum og heilsueflingu og því sem getur haft áhrif á andlega og líkamlega heilsu og vellíðan fólks. Auk Colin Price halda erindi þeir Þorsteinn Ingi Magnússon, starfs- mannastjóri Alcan á Íslandi, Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueft- irlitsins og dr. Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur og sálgreinir. Þess má geta að Alcan hlaut Íslensku gæðaverðlaunin árið 2005 fyrir raunverulegan stjórnunarárangur og Fjöreggið 2005 fyrir að vinna að aukinni vitund um heilsu og heilsutengd málefni á vinnustaðnum. Erindi Kristins Tómassonar nefnist „Stjórnun, streita og heilsa“ og Haukur Ingi mun fjalla um „Persónulega velferð og heilbrigði skipulagsheilda“. Fundarstjórar verða Guð- rún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, og Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar. Hans Júlíus segir að Colin Price hafi lengi haft mikinn áhuga á Íslandi og fylgst vel með útrás íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. Þess má geta að Price hefur ákveðið að gefa þóknun sína til líknarmála og fyrir valinu urðu Krabbameinsfélagið og Aðstandendahópur Geðhjálpar. Ráðstefnan er frá kl. 9.00 til 15.00 föstudaginn 3. mars á Hótel Nordica og styrktaraðilar hennar eru Alcan á Íslandi og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur. Allar frekari upplýsingar fást á www.endurmenntun.is eða hjá Hans Júlíusi Þórðarsyni, hjth@hi.is, og Rögnu Haraldsdóttur, rh@hi.is ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS: Colin Price, framkvæmdastjóri hjá McKinsey&Company, á leið til Íslands Menn velta því nú fyrir sér hvort velgengni íslenskra fyrirtækja sé á kostnað heilsu starfsmannanna. I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.