Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 122
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
KYNNING
Að mati fagfólks í heilbrigðiskerfinu er margt sem bendir til þess að aukið álag starfsmanna fyrirtækja og opinberra stofnana leiði til afleiddra sjúkdóma í auknum mæli, bæði
líkamlegra og andlegra. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur því
ákveðið að halda ráðstefnu föstudaginn 3. mars undir yfirskriftinni
„Velferð starfsmanna, velgengni fyrirtækja“ og verður fjallað um
gildi markvissrar starfsmannastefnu og áhrif hennar á hagsæld
fyrirtækja.
„Með þessari ráðstefnu erum við að reyna að
svara því hvort sú mikla útrás sem á sér stað hjá
íslenskum fyrirtækjum, sem og samruni fyrirtækja
og stofnana, bitni ef til vill á starfsmönnunum og
samfélaginu í heild,“ segir Hans Júlíus Þórðarson
hjá Endurmenntun HÍ. Ráðstefnan verður á Hótel
Nordica og munu fjórir fyrirlesarar flytja erindi og
leiða síðan umræður í lokin. Aðalfyrirlesarinn er
Colin Price, framkvæmdastjóri McKinsey&Comp-
any í London, sem er stærsta og virtasta ráðgjaf-
arfyrirtæki í heimi, og forstöðumaður McKinsey’s Global Organ-
isation Practice. Price sérhæfir sig í mannauðsstjórnun og er einn
af helstu sérfræðingum Breta á þessu sviði. Erindi hans á ráðstefn-
unni nefnist „Health and Leadership“.
Mannauðsmál og heilsuefling Ráðstefnan er ætluð æðstu stjórn-
endum fyrirtækja og stofnana, starfsmannastjórum, sérfræð-
ingum í mannauðsmálum og áhuga- og fagfólki sem vill afla sér
þekkingar á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að þátttakendur öðlist
betri skilning á áhrifum stjórnunaraðferða fyrirtækja og afleið-
ingum þeirra eftir því hvernig staðið er að mannauðsmálum og
heilsueflingu og því sem getur haft áhrif á andlega og líkamlega
heilsu og vellíðan fólks.
Auk Colin Price halda erindi þeir Þorsteinn Ingi Magnússon, starfs-
mannastjóri Alcan á Íslandi, Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueft-
irlitsins og dr. Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur og sálgreinir.
Þess má geta að Alcan hlaut Íslensku gæðaverðlaunin árið 2005
fyrir raunverulegan stjórnunarárangur og Fjöreggið
2005 fyrir að vinna að aukinni vitund um heilsu og
heilsutengd málefni á vinnustaðnum. Erindi Kristins
Tómassonar nefnist „Stjórnun, streita og heilsa“ og
Haukur Ingi mun fjalla um „Persónulega velferð og
heilbrigði skipulagsheilda“. Fundarstjórar verða Guð-
rún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, og
Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar.
Hans Júlíus segir að Colin Price hafi lengi haft
mikinn áhuga á Íslandi og fylgst vel með útrás
íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. Þess má geta að Price hefur
ákveðið að gefa þóknun sína til líknarmála og fyrir valinu urðu
Krabbameinsfélagið og Aðstandendahópur Geðhjálpar.
Ráðstefnan er frá kl. 9.00 til 15.00 föstudaginn 3. mars á Hótel
Nordica og styrktaraðilar hennar eru Alcan á Íslandi og Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur.
Allar frekari upplýsingar fást á www.endurmenntun.is eða
hjá Hans Júlíusi Þórðarsyni, hjth@hi.is, og Rögnu Haraldsdóttur,
rh@hi.is
ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS:
Colin Price, framkvæmdastjóri
hjá McKinsey&Company,
á leið til Íslands
Menn velta því nú
fyrir sér hvort
velgengni íslenskra
fyrirtækja sé á
kostnað heilsu
starfsmannanna.
I