Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
KYNNING
Öryggismiðstöðin í Borgartúni 31 er alhliða öryggisfyrirtæki með eigin stjórnstöð sem starfrækt er allan sólarhringinn, allt árið um kring. Sérstakt ráðgjafasvið hefur nú verið sett
á fót sem mun veita ráðgjöf, gera áhættumat hjá fyrirtækjum, halda
fræðslunámskeið um hvernig best sé að tryggja öryggi og vinna að
stefnumótun öryggismála fyrirtækja. Sviðsstjóri ráðgjafasviðsins er
Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur.
Eyþór er öryggissérfræðingur og hefur starfað að öryggismálum
í 18 ár, m.a. sem öryggisstjóri Samskipa, sérfræðingur fyrir ríki og
sveitarfélög við innleiðingu Siglinga- og hafnaverndar og ráðgjafi
SVÞ á sviði öryggismála í ýmsum verkefnum. Hann hefur einnig
framkvæmt fjölmargar úttektir og metið áhættu fyrir fyrirtæki
og stofnanir svo sem Lyf og heilsu, Olíufélagið, Þjóðminjasafnið,
Smáralind og VÍS.
Að sögn Eyþórs færist í vöxt að fyrirtæki leiti ráðlegginga og
kunnáttu varðandi ýmsa öryggisþætti eins og brunamál, eldvarnir
og annað sem starfsmenn þurfa að vita. Mörg fyrirtæki hafa verið
að vinna í að auka öryggi sitt á þessum sviðum, t.d. Myllan, Norvik,
Lyf og heilsa og Olíufélagið. Þessi fyrirtæki, ásamt öðrum sem hafa
nýtt sér ráðgjafateymi Öryggismiðstöðvarinnar, eru markvisst að
auka öryggi í rekstri, öryggi starfsfólks og ekki síst viðskiptavina
með markvissari forvörnum, viðbrögðum og aukinni ábyrgðar-
myndun. Til þess eru námskeið mjög gagnleg. Þar er lögð áhersla
á forvarnir, enda snýst öryggi aðallega um þær. Menn þurfa að vera
meðvitaðir um hættur, þekkja rekstur viðkomandi fyrirtækis og sér-
stöðu sína, og hvernig best er að verjast með eigin vopnum. Einnig
er nauðsynlegt að gera stjórnendum grein fyrir ábyrgð þeirra því
sú breyting hefur orðið á að fyrirtæki og stofnanir greiða ekki endi-
lega bætur ef eitthvað fer úrskeiðis heldur geta þær fallið á þá sem
ábyrgðina bera í fyrirtækinu.
Öryggismat og aukið öryggi Ráðgjöf og stefnumótun á sviði örygg-
ismála er veigamikill þáttur í starfi öryggisfræðingsins. Fæst fyrir-
tæki eru með öryggisdeildir en þýðingarmikið er að marka stefnu í
þessum málum. Öryggisráðgjafinn tekur að sér að gera áhættumat
sem felst í úttekt á stöðu fyrirtækisins, unnið er mat í samvinnu
við stjórn þess og framkvæmd áhættugreining. Öryggisfræðingur
stýrir vinnunni en fulltrúar fyrirtækisins, sem þekkja aðstæður,
koma með staðreyndir. Lokaskýrsla er samin og í kjölfar hennar
fer ákveðið ferli í gang sem byggist á bataáætlun og fjallar um hvað
og hvernig megi bæta það sem bæta þarf.
„Öryggisstjóri til leigu“ er nýjung, ætluð fyrirtækjum sem ekki
hafa ráð á að vera með slíkan starfsmann í fullu starfi heldur taka
hann á leigu hjá Öryggismiðstöðinni í ákveðinn tíma. Ábatinn er
einnig meiri en ef einn aðili sinnir öryggisstjórastarfinu því að við
ráðgjöfina hjá Öryggismiðstöðinni styður hópur sérfræðinga á mis-
munandi sviðum sem hægt er að fá inn í vinnuna eftir því sem hún
þróast. Eyþór segir að auka þurfi öryggisvitund hjá fyrirtækjum og
gera öryggiseftirlitið virkt til að koma í veg fyrir óþarfa áföll, jafnt
stór og smá.
ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS:
Ráðgjafasvið Öryggis-
miðstöðvarinnar tekur til starfa
Öryggismiðstöðin býður
fjölbreytta þjónustu á
sviði öryggismála og
öryggisráðgjafar.
Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur Öryggismiðstöðvarinnar.