Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 124

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR KYNNING Öryggismiðstöðin í Borgartúni 31 er alhliða öryggisfyrirtæki með eigin stjórnstöð sem starfrækt er allan sólarhringinn, allt árið um kring. Sérstakt ráðgjafasvið hefur nú verið sett á fót sem mun veita ráðgjöf, gera áhættumat hjá fyrirtækjum, halda fræðslunámskeið um hvernig best sé að tryggja öryggi og vinna að stefnumótun öryggismála fyrirtækja. Sviðsstjóri ráðgjafasviðsins er Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur. Eyþór er öryggissérfræðingur og hefur starfað að öryggismálum í 18 ár, m.a. sem öryggisstjóri Samskipa, sérfræðingur fyrir ríki og sveitarfélög við innleiðingu Siglinga- og hafnaverndar og ráðgjafi SVÞ á sviði öryggismála í ýmsum verkefnum. Hann hefur einnig framkvæmt fjölmargar úttektir og metið áhættu fyrir fyrirtæki og stofnanir svo sem Lyf og heilsu, Olíufélagið, Þjóðminjasafnið, Smáralind og VÍS. Að sögn Eyþórs færist í vöxt að fyrirtæki leiti ráðlegginga og kunnáttu varðandi ýmsa öryggisþætti eins og brunamál, eldvarnir og annað sem starfsmenn þurfa að vita. Mörg fyrirtæki hafa verið að vinna í að auka öryggi sitt á þessum sviðum, t.d. Myllan, Norvik, Lyf og heilsa og Olíufélagið. Þessi fyrirtæki, ásamt öðrum sem hafa nýtt sér ráðgjafateymi Öryggismiðstöðvarinnar, eru markvisst að auka öryggi í rekstri, öryggi starfsfólks og ekki síst viðskiptavina með markvissari forvörnum, viðbrögðum og aukinni ábyrgðar- myndun. Til þess eru námskeið mjög gagnleg. Þar er lögð áhersla á forvarnir, enda snýst öryggi aðallega um þær. Menn þurfa að vera meðvitaðir um hættur, þekkja rekstur viðkomandi fyrirtækis og sér- stöðu sína, og hvernig best er að verjast með eigin vopnum. Einnig er nauðsynlegt að gera stjórnendum grein fyrir ábyrgð þeirra því sú breyting hefur orðið á að fyrirtæki og stofnanir greiða ekki endi- lega bætur ef eitthvað fer úrskeiðis heldur geta þær fallið á þá sem ábyrgðina bera í fyrirtækinu. Öryggismat og aukið öryggi Ráðgjöf og stefnumótun á sviði örygg- ismála er veigamikill þáttur í starfi öryggisfræðingsins. Fæst fyrir- tæki eru með öryggisdeildir en þýðingarmikið er að marka stefnu í þessum málum. Öryggisráðgjafinn tekur að sér að gera áhættumat sem felst í úttekt á stöðu fyrirtækisins, unnið er mat í samvinnu við stjórn þess og framkvæmd áhættugreining. Öryggisfræðingur stýrir vinnunni en fulltrúar fyrirtækisins, sem þekkja aðstæður, koma með staðreyndir. Lokaskýrsla er samin og í kjölfar hennar fer ákveðið ferli í gang sem byggist á bataáætlun og fjallar um hvað og hvernig megi bæta það sem bæta þarf. „Öryggisstjóri til leigu“ er nýjung, ætluð fyrirtækjum sem ekki hafa ráð á að vera með slíkan starfsmann í fullu starfi heldur taka hann á leigu hjá Öryggismiðstöðinni í ákveðinn tíma. Ábatinn er einnig meiri en ef einn aðili sinnir öryggisstjórastarfinu því að við ráðgjöfina hjá Öryggismiðstöðinni styður hópur sérfræðinga á mis- munandi sviðum sem hægt er að fá inn í vinnuna eftir því sem hún þróast. Eyþór segir að auka þurfi öryggisvitund hjá fyrirtækjum og gera öryggiseftirlitið virkt til að koma í veg fyrir óþarfa áföll, jafnt stór og smá. ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS: Ráðgjafasvið Öryggis- miðstöðvarinnar tekur til starfa Öryggismiðstöðin býður fjölbreytta þjónustu á sviði öryggismála og öryggisráðgjafar. Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur Öryggismiðstöðvarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.