Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 127

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 127
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 127 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Stefnumótun í sveitasælunni: Liðsheild skapast í nýju umhverfi „Reynslan sýnir að þegar skapa á sterka liðsheild nær fólk best saman ef það fer í nýtt umhverfi. Ef fólk er saman í hóp yfir nótt nær það að slappa af og í slíku and- rúmi skapast gjarnan sá andi sem er nauð- synlegur til að ná saman einni sál,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, sem í áraraðir hefur unnið með mörgum af helstu og stærstu fyrirtækjum við ýmiss konar stefnumótun. Í slíkum verkefnum er gjarnan blandað saman bæði fyrirlestrum og verk- efnavinnu af ýmsum toga. Einnig þurfa þátt- takendur að leysa ýmiss konar þrautir og sigrast á hindrunum, en í þeim sést gjarnan hve böndin fólks í millum eru sterk. Jóhann Ingi fór að starfa með fyrirtækjum að uppbyggingu stefnumótunar út frá gildum sálfræðinnar fyrir um sautján árum og hefur lengi verið í samstarfi við Sæmund Haf- steinsson sálfræðing og Magnús Pálsson, við- skiptafræðing og nú forstöðumann þróunar hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Árið 1989 hélt hann innan Endurmennt- unar Háskóla Íslands námskeiðið „Árangurs- rík liðsheild“ og stóð aldrei til að þar yrði framhald á. Áhuginn reyndist hins vegar vera mikill og á næstu sjö árum hélt Jóhann mörg slík námskeið, sem alls um tvö þúsund manns sóttu. Hann hefur jafnframt lengi verið sálfræðingur íslenska landsliðsins í handknattleik og veitt því mikilvægan stuðn- ing, til dæmis fyrir stórmót erlendis. „Grunnurinn í því starfi mínu við að skapa sterkt lið er að yfirfæra þá sálfræði sem starfað er eftir í afreksíþróttum yfir á rekstur fyrirtækja og nánast hvað sem er. Í mörg ár hélt ég þessi námskeið austur að Laugarvatni þar sem eru frábærar aðstæður. Einn hópurinn fékk það verkefni að ganga á fjallið þarna fyrir ofan þar sem reisa átti fána fyrirtækisins. Þetta var í vitlausu veðri, en einmitt þannig lærði fólk að bjarga sér og haldast í hendur við ögrandi kringum- stæður.“ Jóhann Ingi bætir við að liðsheildarstarf sé til dæmis mjög nauðsynlegt við samein- ingu fyrirtækja. Námskeið megi annars klæð- skerasauma að þörfum hvers hóps um sig. „Ég starfaði lengi með sérsveit lögreglunnar, enda er mikilvægt að sá hópur sé sterkur og menn treysti hver öðrum óskorað. Að undanförnu hef ég verið að vinna með unga fólkinu í Idol, og fyrir Evrópusöngvakeppn- ina erlendis hafa íslensku keppendurnir gjarnan komið á námskeið til mín, enda er þeim mikilvægt að fá stuðning svo sjálfs- traustið sé sem best og slíkt er raunar öllum mikilvægt í hörðum heimi samkeppninnar.“ „Vegna vinnu minnar ferðast ég töluvert og oftast eru ferðirnar stuttar. Þá er mjög mikilvægt að taka ekki of mikinn farangur með, eins og manni hættir stundum til. Hluti fatnaðarins er oft ekkert notaður,“ segir Svava Johansen, kaupmaður í NTC. „Ef ég ætti að velja í eina litla tösku, til að mynda í inn- kaupaferð, þarf eitt pils, einar buxur sem krumpast ekki og hlýrabol sem bæði er góður innan undir og ef maður lendir í hita. Gjarnan tek ég með mér einn til tvo síðerma boli og eins straufría skyrtu. Við konur erum mikið í stígvélum, en þar sem þau eru fyrirferðarmikil er best að ferðast í þeim og taka eina þægilega gönguskó með. Nauð- synlegt að vera í einum góðum jakka eða frakka og taka ekki aðra utanyfirflík með. Mikilvægt atriði er að pakka vel í töskuna. Ákveðinn fatnað er gott að rúlla saman, til dæmis gallabuxur og straufrían fatnað.“ Svava segir að hár- og snyrti- vörur sé hægt að fá í handhægri ferðastærð. „Ég er alltaf með millistærð af handtösku og er þar með vinnugögn, bækur og Ipod. Þar er ég líka alltaf með einn lítinn Jägermeister sem er gott magameðal sem róar ef á þarf að halda. Ég tók Jäger- meisterinn upp úr töskunni í aðflugi um daginn þegar flug- stjórinn sagði lendingarbúnað þotunnar bilaðan, sem betur fer reyndust vera röng skilaboð frá tölvunni. En einmitt á þessari stundu var gott að hafa Jäger- inn við hendina sem ég skutlaði hressilega í mig,“ segir Svava og bætir því við að þótt farangur- inn sé lítill sé mikilvægt í hverju ferðalagi að taka með nóg af góðu skapi. Mikilvægt sé að gefa því það pláss sem þarf. Ekki taka of mikinn farangur: Með jakka og Jägermeister Svava Johansen, kaupmaður í NTC. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.