Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
KYNNING
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Erlendir sérfræðingar auka
fjölbreytni í stjórnendanámi
Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík stendur fyrir ráðstefnu í samstarfi við KB banka í byrjun mars. Markmiðið með ráðstefnunni er að veita stjórnendum fyrirtækja og stofnana
innsýn í framsæknar hugmyndir Dave Ulrich við stjórnun starfs-
fólks, en Ulrich er einn virtasti sérfræðingur heims á því sviði,“
segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Stjórnenda-
skólans og forstöðumaður MBA-náms Háskólans í
Reykjavík. Ráðstefnan er liður í því starfi HR að nýta
erlenda sérfræðinga til kennslu, bæði í hefðbundnu
háskólanámi og stjórnendaþjálfun.
Finnur segir að þótt við eigum hæfa sérfræðinga
hér á landi, þá anni þeir ekki þeirri stjórnendafræðslu
sem nauðsynleg er í okkar litla samfélagi, sem í æ
ríkara mæli státar af viðskiptalífi með alþjóðlegum
brag. Annars vegar sé það vegna þess að íslenskir sérfræðingar,
sem leggi slíka þjálfun fyrir sig, séu hreinlega of fáir og hins vegar
skorti stundum á reynslu eða dýpt til að gagnast fyrirtækjum eins
og best verður á kosið.
Kennarar frá virtum háskólum... „Hjá Háskólanum í Reykjavík er
mikil áhersla lögð á að fá erlenda sérfræðinga til kennslu í grunn-
og framhaldsnámi við skólann. Til að mynda má segja frá því að í
MBA-námi HR koma kennarar í meirihluta námskeiða frá virtum
erlendum háskólum á borð við IESE í Barcelona eða Columbia
University í New York. Ekki aðeins setur þetta námið á sérstakan
stall hér á landi, heldur er aðkoma erlendra sérfræðinga mjög mikil-
væg til að auka fjölbreytni í stjórnendanámi á Íslandi. Það sem
við höfum svo lagt áherslu á að undanförnu er að leyfa samstarfs-
aðilum okkar í atvinnulífinu að njóta krafta þessara sérfræðinga, til
dæmis í starfsemi Stjórnendaskóla HR.“
Finnur bætir við: „Það er hins vegar rétt að ítreka að oft, og sem
betur fer, kemur frumkvæði að því að fá ákveðna sérfræðinga beint
frá fyrirtækjum. Þau krefjast þjónustu sem erfitt getur reynst að
veita með íslenskum mannafla. Þetta frumkvæði ýtir
við okkur, við finnum sérfræðingana og komum þeim
á framfæri við íslenska stjórnendur. Samstarf sem
þetta, líkt og við erum í með KB banka, gerir okkur
kleift að fá til okkar sérfræðinga á borð við Dave
Ulrich, sem við alla jafna hefðum ekki tök á að fá.
Útrásarfyrirtækin efla þá sem þau vinna með... Það
má kannski segja að frumkvæði og kraftur ákveðinna
íslenskra fyrirtækja hreyfi við okkur öllum. Lýsandi dæmi um þetta
eru þjónustufyrirtæki á borð við auglýsingastofur eða lögfræðifyrir-
tæki, sem fyrir um áratug sinntu eingöngu verkefnum hér á landi.
Þessi fyrirtæki eru núna farin að veita þjónustu í fjölda annarra
landa, einfaldlega vegna þess að viðskiptavinirnir krefjast þess.
Þannig efla íslensku útrásarfyrirtækin þá sem þau vinna með.
Það sama er uppi á teningnum í stjórnendaþjálfun. Krafa
íslenskra fyrirtækja um sérþekkingu gerir það að verkum að við
höfum hreinlega ekki ráð á því að vera heimóttarleg í nálgun okkar.
Við verðum því að geta veitt aðgang að framúrskarandi fræðslu á
sviði reksturs og stjórnunar en það gerum við ekki á annan hátt en
að líta öðru hverju til útlanda. Þetta er keppikefli í öllu okkar starfi
hjá Háskólanum í Reykjavík, hvort sem um er að ræða í almennri
kennslu eða í þjónustu Stjórnendaskóla HR.“
Frumkvæði og
kraftur ákveðinna
íslenskra fyrir-
tækja hreyfir við
okkur öllum.
Finnur Oddsson,
framkvæmdastjóri
Stjórnendaskólans og
forstöðumaður MBA-
náms Háskólans í
Reykjavík.
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
Dave Ulrich er einn virtasti sérfræ›ingur heims á svi›i mannau›s- og breytingastjórnunar. Hann hefur
starfa› sem rá›gjafi og stunda› rannsóknir hjá ríflega helmingi fyrirtækjanna á Fortune 200 listanum.
Ulrich er prófessor vi› University of Michigan School of Business og hefur skrifa› 12 bækur um stjórnun.
Sú n‡jasta heitir: The HR Value Proposition.
Sætafjöldi er takmarka›ur og er skráning flegar hafin. Ver› 45.000 kr.
Skrá›u flig á vef Háskólans í Reykjavík, www.ru.is, e›a hringdu í síma 599 6200.
,,Stjórnendur eru yfir sig hrifnir af Ulrich. fiú hlustar, flví
hann talar um mannau›s- og breytingastjórnun á nótum
sem flú hefur aldrei heyrt á›ur.''
Dave Ulrich var valinn fremsti stjórnunarsérfræ›ingur heims af Business Week.
STJÓRNA‹U
MASTER
CLASSBETUR
Taktu frá daginn og heyr›u hva› einn virtasti rá›gjafi heims hefur a› segja um stjórnun.
Rá›stefnan er samstarfsverkefni KB banka og Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.
The Top Management Gurus
1. Dave Ulrich
2. Ram Charan
3. John P. Kotter
4. Gary Hamel
5. Jay Conger
6. Peter F. Drucker / Michael E. Porter
7. Peter M. Senge
8. Stephen R. Covey
9. Noel Tichy
10. C.K. Prahalad / Tom Peters
Dave Ulrich á Íslandi. Rá›stefna á
Nordica hotel 2. mars 2006 kl. 13-18
Henry Mintzberg
Rá›gjafi og prófessor