Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
KVIKMYNDIR
TEXTI: HILMAR KARLSSON
T
ruman Capote var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur
Bandaríkjanna á síðari hluta síðustu aldar (hann lést 59 ára
gamall 1984 vegna ofneyslu lyfja), heldur var hann einnig mjög
áberandi í samkvæmislífi ríka fólksins og þótti það yfirleitt
góður kostur að fá hann í samkvæmi, enda hnyttinn í svörum og sér-
vitringur í klæðaburði. Árið 1959 var frægðarsól hans rétt byrjuð að
skína eftir að hann hafði sent frá sér stutta skáldsögu, Breakfast at
Tiffany’s. Um sama leyti voru framin óhugnanleg morð í Holcomb í
Kansas. Þekkt fjögurra manna fjölskylda í héraðinu hafði verið myrt.
Atburðurinn vakti mikla athygli og óhug um öll Bandaríkin.
Eftir að hafa lesið grein í New York Times fær Capote tímaritið
The New Yorker til að senda sig á vettvang til að fylgjast með gangi
mála og skrifa greinar. Með honum í för er æskuvinkona hans,
Harper Lee, sem seinna átti eftir að skrifa skáldsöguna To Kill a
Mockinbird og fá Pulitzerverðlaunin fyrir. Afrakstur ferðarinnar til
Kansas varð þekktasta bók Trumans Capote, In Cold Blood, þar
sem þessir atburðir og kynni hans af morðingjunum er þungamiðja
sögunnar.
Um þennan kafla í lífi Trumans Capote fjallar kvikmyndin
Capote, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur og er yfirleitt á
lista allra sem valið hafa tíu bestu kvikmyndir síðasta árs. Myndin
er talin koma sterklega til greina þegar Óskarstilnefningar verða
birtar.
Eins og yfirleitt um kvikmyndir sem byggðar eru á ævi þekktra
einstaklinga þá stendur myndin og fellur með þeim sem leikur aðal-
hlutverkið. Í fyrstu virðist Philip Seymour Hoffman ekki vera til
þess fallinn að leika Capote, ekki vantar að hann er einn besti leikar-
inn í Hollywood í dag, heldur er hann andstæða Capotes í útliti. Það
virðist þó ekki hafa hindrað Hoffman í hlutverkinu og þykir hann
ná mjög góðum tökum á persónunni og gæði myndarinnar eru ekki
síst honum að þakka.
Kynntist morðingjunum Þegar Truman Capote, sem ekki þekkir
annað en stórborgarlífið í New York, kemur til smábæjarins
Holcomb er hann í fyrstu eins og fiskur á þurru landi. Capote er
samt fljótur að laga sig að aðstæðum og vingast við marga sem
skipta máli við rannsóknina, sérstaklega Alvin Davey, rannsóknar-
lögreglumann sem leiðir leitina að morðingjunum tveimur. Þegar
þeir finnast og eru handteknir í Las Vegas, gerir Capote sér far
um að kynnast þeim einnig og fylgist með réttahöldunum til enda.
Morðingjarnir tveir, Perry Smith og Dick Hickock eru dæmdir til
dauða og hengdir.
Capote skilar greinum til New Yorker en um leið er hann að
safna efni í bók þar sem aðalpersónurnar eru morðingjarnir tveir.
Það fer svo að tilfinningar hans gagnvart morðingjunum eru
blendnar í lokin, enda hefur hann þá kynnst þeim vel, sérstaklega
Perry Smith.
Auk þess sem Capote segir frá rannsókn rithöfundarins á saka-
málinu og framgangi réttvísinnar þá er myndin ekki síður um
Truman Capote sjálfan, mann sem þráir frægð og frama og á í
miklu tilfinningastríði. Í þessu sálarstríði rís leikur Philip Seymour
Hoffman hæst og áhorfandinn gleymir því að Capote var í raun lít-
ill og væskilslegur, en fylgist með persónu sem gnæfir yfir aðra án
þess þó að gerð sé hetja úr honum.
Hoffman fær góðan stuðning frá úrvalsleikurum sem leika á móti
honum. Þar eru fremst Catherine Keener sem leikur Harper Lee og
Chris Cooper í hlutverki Alvins Davey. Tiltölulega óþekktir leikarar,
Mark Pellegrino og Clifton Collins jr. leika morðingjana tvo.
In Cold Blood kom út 1966, sama ár kom hún út í íslenskri þýð-
ingu Hersteins Pálssonar, Með köldu blóði. Ári síðar var gerð kvik-
mynd eftir henni, sem fékk góðar viðtökur og var tilnefnd til fernra
Óskarsverðlauna. Þar lék Robert Blake annan morðingjann, en eins
og mörgum er kunnugt er nýlokið réttarhöldum yfir Blake þar sem
RITHÖFUNDUR Í LEIT
AÐ SANNLEIKANUM
Truman Capote (Philip Seymour Hoffman) og Harper Lee (Catherine
Keener) við réttarhöldin yfir morðingjunum.CAPOTE: