Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 133
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 133
Óskar Magnússon,
forstjóri Trygginga-
miðstöðvarinnar.
Æskumyndin:
Æskumyndin er af Óskari Magnússyni,
forstjóra Tryggingami›stö›varinnar. Hann
skorar á Jón Þorstein Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóra K. Richter, a› láta birta
af sér næstu æskumynd. Þeir eru gamlir
skólabræ›ur úr barna-, gagnfræ›a- og menn-
taskóla. Þá eru þeir gó›ir vinir. Þeir eiga
bá›ir rætur í Fljótshlí›inni þar sem Óskar
segir a› þeir sæki andlega og líkamlega
næringu nú or›i›.
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bílanausts, í Barcelona.
Það er ævintýrablær yfir Fen-
eyjum og það er ævintýrablær
yfir þessari ljósakrónu sem er
frá Feneyjum. Ljósakrónan fæst í
versluninni EXÓ. Þar fengust þær
upplýsingar að um væri að ræða
Murano-ljósakrónu og að kristall-
inn kallaðist „Feneyjakristallinn“.
Murano vill halda í hefðina og
þess vegna er hver einasti hlutur
í ljósakrónunni handgerður. Þess
má geta að fyrirtækið er frægt
fyrir listræna hæfileika starfs-
manna sinna. Tækniþekking
nútímans gerir það að verkum að
hægt er að framleiða ljósakrónur
í ýmsum litum. Í EXÓ fást sams
konar ljósakrónur í rauðum lit.
Hönnun:
LÝSANDI LISTAVERK
Ljósakróna sem er eins og listaverk.
Uppáhaldsborgin:
FORN EN LÍKA NÚTÍMALEG
Hermann Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Bílanausts, segir
að Barcelona sé uppáhalds-
borgin sín.
„Ég var svo heppinn að vera
einn vetur í Viðskiptaháskól-
anum í Barcelona þar sem ég
lærði stjórnendaþjálfun. Þetta
er mikil heimsborg, þetta er
menningarborg og matgæðinga-
borg. Hún er ofsalega fjölbreytt.
Barcelona er svolítið forn en líka
nútímaleg.
Mér finnst ég ekki vera þar
eins og maur í mauraþúfu eins
og í öðrum borgum. Borgarbúar
eru meðvitaðir um að það þurfi
að blanda saman lífi og list
og þeir borða gjarnan á lista-
söfnum.“
Hermann nefnir líka fallegan
arkitektúr bæði hvað varðar
gamlar og nýjar byggingar. Þá
nefnir hann að borgin liggur við
hafið – og þar með ströndina.
Einnig nefnir hann íþróttalífið;
segist vera fótboltasjúklingur.
„Barcelona er ferðamannavæn.“
Hann segist alltaf verða orða-
laus í La Sagrada Familia – kirkj-
unni sem Gaudi hannaði og enn
er ekki tilbúin.
Hermann hefur farið um tíu
sinnum til Barcelona og hann
segist alltaf finna nýja fleti á
borginni. „Ef ég á að nefna ein-
hvern stað annan en Ísland sem
ég myndi vilja búa á þá væri það
Barcelona. Mig langar alltaf til
að fara þangað.“
Frjáls verslun
fyrir 31 ári