Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Í hönd fara kosningar til Alþingis Ís- lendinga, þeirrar stofnunar í þjóðfélag- inu sem ræður hvað mestu um fram- vindu efnahags- og atvinnumála þjóð- arinnar. Hvað sem hinum almenna kjósanda kann að þykja um eðli og þróun kosningabaráttu hverju sinni þá hlýtur það að vera lýðræðinu nauðsyn- legt að tekin sé málefnaleg umræða um grunnþætti þjóðfélagsins á að minnsta kosti fjögurra ára fresti í tengslum við kosningar. Bæði þarf að horfa yfir sviðið í ljósi þess sem liðið er en fyrst og fremst eru kosningar tími til að gefa tón inn í framtíðina og móta stefnu. Hér má halda því fram að á margan hátt sé þessi forgangsröð oft nokkuð öfugsnúin í kosningabaráttu, þ.e. að allt púðrið fari í að ræða um það sem liðið er og gert í stað þess að taka stöðu dagsins í dag og framtíðarstefn- una. Það á þó að vera eitt aðal hlutverk stjórnmálamanna. Í ljósi þess hversu snar þáttur íslenskur sjávarútvegur er í efnahags- og at- vinnumálum er eðlilegt að sú atvinnu- grein sé til umræðu í kosningabaráttu flokkanna og vissulega hefur örlað á sjávarútvegsumræðunni nú, eins og stundum áður. Umræðan um sjávarút- vegsmálin hefur einmitt markast tölu- vert af þeirri forgangsröð sem hér var nefnd áðan, þ.e. að í stað þess að fram- tíðin sé skoðuð í víðu samhengi er megininntak umræðunnar á gamal- kunnum átakanótum um kvótakerfi eða ekki kvótakerfi. Þetta kann að tengjast því að auðlindaumræða hér á landi er ekki orðin mjög þroskuð. Til að mynda má spyrja hvernig á því standi að ekki sé rætt um takmarkaðar auðlindir Íslendinga sem eina heild í aðdraganda kosninga. Við búum t.d. við takmarkaðar auðlindir í ferðaþjón- ustu á þann hátt að ferðamannastaðir þola ekki endalausan átroðning. Sama gildir um virkjanakosti, svo annað dæmi sé nefnt. Flestir sem fylgjast með í sjávarútvegi hljóta að gera sér grein fyrir því að frjálsar veiðar í nútímanum ganga ekki upp. Slík er afkastageta báta- og fiskiskipaflotans að fiskistofn- arnir gætu aldrei staðist slíkt áhlaup. Forsætisráðherra fór aðeins inn á þessi almennu mál í viðtali á dögunum þar sem hann sagði réttilega að kvótakerfi sé andstætt eðli hins íslenska veiði- manns en á hinn bóginn verði umræð- an að snúast um eftir hvaða leiðum eigi að takmarka sókn. Fiskveiðistjórnunin sjálf er vissulega einn af grunnþáttunum í íslenskum sjávarútvegi og á öllum kerfum má finna ágalla. Krafan hlýtur að vera sú að stjórnmálaflokkar séu tilbúnir til að þróa kerfið, væntanlega til hins betra en gæti þess umfram allt að kollsteypa ekki greininni með skyndibreytingum. Sjávarútvegurinn er nefnilega engin „poppgrein“ sem hægt er að fara með eins og hvert annað tískufyrirbrigði. Ef stöðugleiki er einhverri grein mikil- vægur þá er það sjávarútveginum. Það kann að vera til skyndivinsælda fallið að láta svo líta út sem hægt sé að koll- varpa heilu fiskveiðistjórnarkerfi á einni nóttu án þess að það hafi grund- vallaráhrif á afkomu greinarinnar og þar með þjóðfélagsins alls en slíkt er varasamt þegar um jafn mikilvæga grein er að ræða. En nú er það svo að sjávarútvegurinn hefur fleiri hliðar en þessa einu sem snýr að fiskveiðistjórnuninni sem slíkri. Hér má nefna sem dæmi út- flutnings- og markaðsmál, rannsóknir á fiskistofnun og lífríki hafsins, veiðar- færarannsóknir, nýtingarmál, gæðamál almennt, fiskeldi og þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta mjög mikil- væg mál í sjávarútvegsumræðunni og ættu heima í kosningaumræðu, ekkert síður en deilurnar um fiskveiðistjórn- unina. Í hugum Íslendinga er því betur nokkuð skýrt að sjávarútvegurinn er grein sem stendur að stórum hluta undir okkar afkomu. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að umræðan um greinina sé skynsamleg og skýr en ekki í slagorðastíl. Sjávarútvegurinn á kosningaári Pistil mánaðarins skrifar Jóhann Ó. Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.