Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 25
S M Á B Á TA R 25 Þorvaldur segir að fyrstu árin í hans útgerð hafa verið unnið eftir sóknarstýringu. ,,Það breyttist og ég var þeirri stundu fegnastur þegar ég gat breytt og farið yfir í kvótakerfið. Ég er feginn því að geta ráðið sjálfur mínum veiðum og hvenær ég tek þann kvóta sem ég á. Öll kerfi hafa auðvitað sína kosti og galla en ég er ánægður með að vinna í kvótakerfinu,” segir Þorvaldur. Kvóti hans nemur 220 þoskígildistonnum og Þorvaldur segir þann kvóta hafa nægt sér á síðasta ári. ,,Það er alltaf svo að mann vantar kvóta í einhverjum ákveðnum tegundum og mig vantar t.d. kvóta í löngu og keilu og þarf hugsanlega að leigja ein- hvern kvóta í sumar. Annars pass- ar minn kvóti nokkurn veginn fyrir mig, ég hef verið að veiða um 300 tonn á ári og 220 tonna kvótinn miðast við slægðan fisk.” Þorvaldur segist telja ástandið í sjónum mjög gott og það sé greinileg uppsveifla. ,,Ég var samþykkur því þegar þorskkvót- inn var keyrður niður fyrir nokkrum árum og ástandið hefur batnað mikið. Það hefur þó ekki verið mikill fiskur á grunnslóð í vetur en utar hefur gengið mjög vel á línuna og maður fengið vel haldinn og feitan fisk. Eitt vakti þó athygli mína í vor að það kom engin loðna á svæðið. Þó ég þekki ekki mikið til, þá er ég mjög hræddur um að við séum að sjá neikvæð áhrif flottrollsveiða á loðnustofninn. Ég er hræddur um að flottrollin tæti í sundur loðnu- torfurnar og drepi meira en skilar sér um borð í skipin,” segir Þor- valdur. Þorvaldur skipstjóri ásamt háseta að lokinni löndun í Þorlákshöfn. Myndir: Sverrir Jónsson Sæunn Sæmundsdóttir ÁR-60 kemur til hafnar úr róðri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.