Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 17
17 F R É T T I R Úthafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg hafa verið stundaðar af íslenskum skipum á annan áratug og nær öll árin gengið mjög vel. Þessar veiðar eru farnar að skipta útgerðirnar miklu máli en þær standa yfir- leitt yfir frá um 20. apríl og fram í miðjan júlímánuð. Á síð- asta ári var kvóti Íslendinga í þessum veiðum 45 þúsund tonn en var aukinn um 20% og er því 54 þúsund tonn í ár. ,,Ég er búinn að stunda þessar veiðar í 11 ár. Það leggst alltaf vel í mig að byrja á hverju ári og viðarnar eru tilhlökkunarefni. Okkur hefur alltaf gengið vel þarna, ef árið 2001 er undanskil- ið. Í fyrra gengu veiðarnar mjög vel, það var hægt að draga allt að 50 mílur og fá tonn á togtímann. Það var óvenju mikill karfi á óvenju stóru svæði þarna í fyrra,” segir Símon Jónsson yfirstýrimað- ur á Örfirisey RE-4, en eins og fram kemur hér að ofan þekkir hann mjög vel til þessara veiða. Undanfarin ár hafa borist fréttir af geysilegum fjölda skipa að veiðum á Reykjaneshrygg, beggja megin 200 mílna línunnar. Þarna hefur verið fjöldi íslenskra skipa en einnig skip margra annarra þjóða sem hafa ekki heimild til að fara innfyrir 200 mílna línuna þótt á stundum hafi vaknað grun- ur um að menn væru að svindla örlítið. ,,Já, menn toga þarna oft marg- ir hlið við hlið og þetta gengur þannig fyrir sig að þegar einn snýr þá getur sá næsti fylgt á eft- ir. Það er oft mikil þröng á þingi þarna,” segir Grímur Jónsson. Hann segir að íslensku skipin fái mikinn hluta síns afla innan lögsögunnar en þó verði að vera utan 150 mílna til að hægt sé að flokka aflann sem úthafskarfa. ,,Við förum heilu túrana án þess að sjá til útlendinga. Þeir eru ekki mikið fyrir innan landhelg- islínuna, ég held að það sé innan skekkjumarka,” segir Grímur. Grímur segir ekki mikið vitað um stofninn sem veitt er úr á Reykjaneshrygg. ,,Fyrstu árin okkar þarna vorum við að veiða á 100-200 faðma dýpi frá yfirborði en á síðustu árum hefur þetta ver- ið á 350-500 föðmum. Ég held að stofninn sem við veiddum úr fyrstu árin sé stofninn sem síðan er veitt úr við Grænland síðsum- ars en sá úthafskarfi sem við höf- um fengið síðustu árin sé annar stofn,” segir Grímur. Hann segir að veiðitíminn á ,,Hryggnum” standi yfir fram í júlí, en síðan taki við veiðar í lög- sögu Grænlands. Þeir sem eigi nægan kvóta geti því stundað þessar veiðar í 4 mánuði. Að sögn Gríms eru skipin sem geta fryst um 500 tonn upp úr sjó oft um tvær vikur að fylla sig, en stærri skipin með meiri frystigetu eru lengur og Örfirisey sem dæmi um 4 vikur að fylla sig með 1200 tonna afla upp úr sjó. Úthafskarfaveiðarnar á Reykjaneshryggnum að hefjast: Veiðarnar alltaf tilhlökkunarefni - segir Grímur Jónsson yfirstýrimaður sem hefur ,,farið á Hrygginn” 11 síðustu ár Fjölgun sela og annarra sjávarspendýra í Norðurhöfum Á ársþingi norska sjómannasambandsins voru menn hugsandi yfir fjölgun sela og annarra sjávarspendýra á norðlægum slóðum. Fiskaren greinir frá ályktunum þingsins: Ársþingið óttast umhverfisslys ef ekki verður hægt að hemja stórfellda fjölgun sjávarspendýra í Norðurhöfum, sem veldur miklu álagi á fiskistofnana. Sömuleiðis er hætt við mjög auknum ágangi sela við ströndina. Selurinn er í beinni samkeppni við sjómenn um fiskinn og spillir auk þess veiðarfærum. Þess vegna krefst Sjómannasambandið þess að yfirvöld og stjórnmálamenn geri tafarlaust ráðstafanir gegn þessari vá. Ársþingið óttast líka útbreiðslu kóngakrabbans, sem er að leggja undir sig of stóran hluta strand- og hafsvæða. Mörgum spurningum er ósvarað um áhrif útbreiðslu kóngakrabbans, en rannsóknir benda til þess að hann geti spillt hrygningarstöðvum fisks og þannig beinlínis minnkað nýja árganga. Veiðikvóta á kóngakrabba þarf að stórauka og einnig krefst ársþingið þess að meira fé verði varið til þess að rannsaka kóngakrabbann og áhrif hans á náttúruna. Ársþingið undrast afstöðu stjórnvalda til bresku ríkisstjórnarinnar, sem þrátt fyrir mikinn þrýsting frá nágrannaþjóðum leggur blessun sína yfir eyðileggingu hafsvæða með því að veita geislavirkum úrgangi frá Sellafield í hafið. Við teljum nauðsynlegt að stjórnmálamenn og yfirvöld þrýsti svo á bresku stjórnina að hætt verði að menga hafið á þennan hátt og vekja með því vafa um gæði fisks og skeldýra sem veidd eru á þessum svæðum. Ársþingið telur ennfremur að stöðva beri mengun frá olíuiðnaði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.