Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 29
R Æ K J U V I N N S L A 29 „Afurðaverð hafa verið mjög lág og miklir erfiðleikar síðustu misserin,” segir Pétur Haf- steinn Pálsson framkvæmda- stjóri Vísis hf í Grindavík, en fyrirtækið er með umfangs- mikla rækjuvinnslu á Húsavík. Pétur segir nákvæmlega ekkert í umhverfinu mæla með því að bati sé í augsýn, annar en sá sem hugsanlega sé hægt að knýja fram með enn meiri hagræðingum og aðhaldsaðgerðum en þegar hefur verið gripið til. ,,Það er ekki vandamál að fá nægjanlegt hráefni og vinnslan sem slík er ekki vandamálið. Vandamálið er salan og það verð sem fæst fyrir afurðirnar. Okkar næstu ráð í þessari baráttu gætu verið að aðskilja þennan rekstur frá félaginu og fá fleiri aðila til að koma að honum. Þau mál eu í vinnslu hjá okkur,” sagði Pétur Hafsteinn. ,,Þetta ástand er búið að vera lengi, og rækjuviðar og sér- staklega vinnslan er sá hluti sjávarútvegsins sem hefur stað- ið hvar verst undanfarin ár. Með styrkingu krónunnar und- anfarna mánuði má eiginlega segja að dregið hafi fyrir sólu hjá þeim aðilum sem eru í rækjugeiranum,” segir Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva, um vanda rækjuveiða og sérstak- lega vinnslunnar. Ástandið varðandi rækjuna er dálítið sérstakt. Menn eru flestir sammála um að ástand stofnsins hér við land sé á uppleið og muni e.t.v. geta náð ákveðnum toppi eftir 2-3 ár, afurðaverð erlendis hefur ekki lækkað undanfarin 2- 3, nema því sem nemur lækkun krónunnar. Það er því sterk staða krónunnar gagnvart öðrum gjald- miðlum sem fyrst og fremst á sök á því hvernig staðan er í dag. Arnar segir að m.a. í ,,hörku- fyrirtækjum” eins og hann orðaði það, hafi menn orðið að grípa til aðgerða til að verja stöðu sína. Sumstaðar hafa viðbrögðin orðið þau að loka fyrir rækjuvinnslu tímabundið en á öðrum stöðum hefur verið degið úr vinnslu eftir mjög miklar aðhaldsaðgerðir. ,,Þessi mikla styrking krón- unnar kom ofan í mjög erfiðan rekstur víða í útvegi og vinnslu. Víða gátu menn brugðist við, en í rækjunni var þetta bara einfald- lega of mikið og yfir því sem menn gátu höndlað,” segir Arnar. Hann segir gengi krónunnar ráðist á markaði. Sitt álit og fjölda annarra sé hins vegar að forsendur vanti fyrir styrkingu krónunnar. ,,Krónan er allt of sterk fyrir útflutningsgreinarnar,” segir Arnar. Krónan alltof sterk fyrir útflutningsgreinarnar - segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinslustöðva, um rekstrarvanda rækjuvinnslunnar Miklir erfiðleikar síðustu misserin -segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.