Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 15
15 Þ J Ó N U S TA um Koden, JRC eða Hondex. Allir geta þeir sinnt þeim þörf- um sem óskað er eftir og ættu allir að geta fundið mæli sem hentar fyrir þeirra bát. Með því að tengja viðkomandi dýptar- mæli við MaxSea siglingatölvuna má fá upplýsingar um dýpi í tví- og þrívídd. Einnig er hægt að tengja botngreiningarbúnað við dýptarmælana og fá upplýsingar um botngerð beint í MaxSea,“ segir Ragnar. GPS áttaviti Eitt af því nýjasta í tækjabúnaði fyrir smábáta er GPS áttavitinn en með honum fá bátar mjög ná- kvæma og stöðuga stefnu á bátn- um. Vinsælt er að tengjast radar og fá upplýsingar um ferðir ann- arra skipa. Sjálfstýring „Ekki er hægt að stoppa án þess að minnast á góða sjálfstýringu (ComNav) sem er afar mikilvæg fyrir alla bátam,“ segir Ragnar. Með góðri stýringu er hægt að tengjast við siglingatölvu og láta hana sjá um stjórnina á meðan verið er að leggja línuna sem sett hefur verið út í MaxSea. Ekki má gleyma fjarskiptun- um, en þar er úr mörgu að velja enda Radiomiðun þekkt fyrir mikla breidd í lausnum fyrir fjar- skipti þar sem Sailor og Skanti hafa verið leiðandi. Vert er að geta þess að smábátasjómenn hafa tekið töluvert af gervi- hnattasímun í sína notkun, þar sem verð á notkun og búnað hafa lækkað mikið á síðustu árum. Radiomiðun býður upp á fjöl- þættar lausnir á þessu sviði,“ segir Ragnar Harðarson, sölu- stjóri hjá Radiomiðun. Sjálfstýring. Vor í febrúar? Eftir hundrað ár eða svo gæti farið að vora í febrúar á 60 gráðum norður segir í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren. Bandarískur líffræðingur, Cam- ille Parmesan, hefur í áratugi rannsakað útbreiðslu meira en 1.700 dýra-, fugla, skordýra- og plöntutegunda. Sömuleiðis hefur hún og samstarfsmenn hennar rannsakað útbreiðslu sjávarlífvera, svo sem fiska, skeldýra og svifs. Rann- sóknirnar leiða í ljós að þessar lífverur færa sig norður á bóginn um 610 metra á ári að jafnaði, sem þýðir að lífs- skilyrði batna með árunum vegna meiri hlýinda. Þetta styður þær kenningar sem margir hafa haldið á lofti að hlýnun á norðursvæðum sé skýr og greinileg og að þar af leiðandi sé engin tilviljun að sjór mælist nú sögulega hlýr í kringum Ísland.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.