Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 21
21 S J Á VA R FA N G vinsældir tilbúinna matvæla (rea- dy-to-eat og ready-to-cook) stór- aukist á síðustu árum, og á það einnig við um rétti úr sjávar- fangi. Áhugi á heilnæmi mat- væla hefur almennt aukist og það mun væntanlega hafa áhrif á neyslumynstur í framtíðinni. Mikill áhugi er um þessar mundir á framleiðslu á svokölluðu markfæði (functional foods), a.m.k. í mörgum svoköll- uðum þróuðum ríkjum eins og Bandaríkjunum, Japan og mörg- um Evrópulöndum. Markfæði eru matvæli sem í er bætt ein- hverjum efnum (t.d. próteinum, vítamínum o.s.frv.) sem eiga að gera það að verkum að þau hafi jákvæðari áhrif á heilsu neytand- ans heldur en óbreytt matvæli. Íslendingar neyta nú þegar mark- fæðis í þó nokkrum mæli, og má þar t.d. nefna ýmsar mjólkurvör- ur. Talið er að miklir möguleikar geti verið fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu tengdan honum að hasla sér völl á næstu árum á þessum stóra markaði. Betri nýting aukaafurða Á TAFT ráðstefnunni verður heill dagur tileinkaður mála- flokknum „Nýjungar úr sjávaraf- urðum, þ.m.t. betri nýting auka- afurða, fiskúrgangs og frárennslis frá fiskvinnslu,“ (Novel compon- ents derived from marine origin including better utilization of by-products, fish waste and efflu- ents from fish processing). Er vonast til að aðilar úr íslenskum fiskiðnaði taki virkan þátt í þess- um hluta ráðstefnunnar. Fyrir utan erindi um rannsókn- ir og nýjungar á sviði betri nýt- ingar aukafurða má m.a. nefna fyrirlestra um rannsóknir á lífefn- um sjávarfangs og notkun lífefna í fiskiðnaði. Greint verður frá rannsóknum á sambandi fóðrunar og fóðrunaraðferða á næringar- samsetningu eldisfisks og fjallað um hlut fiskeldisiðnaðar í fiskneyslu í framtíðinni. Þá verð- ur fjallað um rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðhorfum og væntingum neytenda gagnvart sjávarafurðum og um nauðsyn rekjanleika í fiskiðnaði til að við- halda trausti neytenda á sjávaraf- urðum. Hægt er að kynna sér dagskrá TAFT ráðstefnunnar og fleira henni tengt á sérstakri vefsíðu sem sett hefur verið á laggirnar, slóðin er: http://www.rf.is/taft2003/ 1135 Samtak ehf. Fiskibátar Skútahrauni 11 220 Hafnarfjörður Iceland 14,9 B.tonn Sími 5651670 & 5651850 www.samtak.is samtak@samtak.is Víkingsbátarnir eru fáanlegir frá 3 til 30 tonnum í öll fiskveiðikerfin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.