Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 31

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 31
31 B Á TA S M Í Ð I aðföng Smábátasjómenn Hjá okkur fáið þið flestar rekstrarvörur fyrir smábáta- útgerð. Allar nánari upplýsingar í þjónustuveri ESSO síma 560 3400. F í t o n / S Í A F I 0 0 6 7 0 8 Haukur segir að nýi báturinn hafi komið á markaðinn síðastlið- ið haust en í allri hönnun hans var við það miðað að báturinn væri hagkvæmur í rekstri og notkun. „Við teljum að við höf- um náð okkar markmiðum í nýja bátnum og hann skilar því sem smábátasjómennirnir krefjast. Báturinn hefur náð 28-29 mílum í ganghraða í prufusiglingum en svokallaður vinnuganghraði, þ.e. miðað við mönnun, lestun af olíu og veiðarfæri um borð, er um 20- 23 mílur. Lestarrými í bátnum er 20 rúmmetrar og þar komast ell- efu 660 lítra kör og eitt 380 lítra kar. Prófanir leiða í ljós að bátur- inn gengur 14-15 mílur full- lestaður og það eru okkar kaup- endur mjög ánægðir með,” segir Haukur. Fyrst og síðast segir hann að hönnunin sé lykilatriði í vel heppnuðum fiskibátum. „Skrokklagið sjálft skiptir mjög miklu máli fyrir hraðfiski- báta og við leggjum mjög mikið upp úr því að bátarnir nái að plana vel á keyrslu til að gera alla olíueyðslu sem hagkvæmasta,” segir Haukur en sem fyrr hefur öll hönnun farið fram hjá starfs- mönnum Samtaks. Sem stendur er mikil eftirspurn eftir bátum hjá Samtaki en frá ár- inu 1985 hefur fyrirtækið smíðað um 150 Viking-báta fyrir íslensk- an markað. „Margir af okkar föstu viðskiptavinum vilja núna nota tækifærið og skipta úr minni bát- unum yfir í þennan nýja 1135 bát og ná þannig fram hagkvæmni í sinni útgerð. Miðað við eftir- spurnina þessa dagana sé ég ekki annað en það sé bjart framund- an,” segir Haukur. Nýr Viking bátur frá Samtaki slær í gegn: „Önnum engan veginn eftirspurn” – segir Haukur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri „Það er greinilega ríkjandi bjartsýni meðal smábátakarla. Ástæð- urnar eru margþættar, bæði bjartsýni á auknar veiðiheimildir og einnig hitt að nú geta þeir stækkað við sig bátana og skipt upp í allt að 15 tonna báta innan sama veiðikerfis. Þessum hópi getum við mætt með nýjum 14,9 tonna Viking sem svo sannarlega hefur slegið í gegn,” segir Haukur Sveinbjörnsson hjá Bátagerðinni Samtaki í Hafnarfirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.