Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 8
8 F R É T T I R Alhliða veiðarfæraþjónusta • Nætur • Rækjutroll • Fiskitroll • Rækju- og smáfiskaskiljur • Snurvoðir • Rockhopper • Víraþjónusta • Flottroll • Fiskeldi • Gúmmíbátaþjónusta Eigum ávallt á lager allt til veiðanna NESKAUPSTAÐUR - AKUREYRI Neskaupstað – Sími 477 1339 – Fax 477 1939 Akureyri – Sími 462 4466 – Fax 461 1472 netagerd@netagerd.is - www.netagerd.is Sameining Síldar- vinnslunnar hf. og SR-mjöls hf. var sam- þykkt á aðalfundi Síldarvinnslunnar hf. sem haldinn var í Neskaupstað, laugar- daginn 8. mars. Áður hafði sameining fé- laganna verið sam- þykkt á aðalfundi SR- mjöls á Siglufirði dag- inn áður. Sameining félaganna er því end- anlega staðfest og teljast þau eitt félag frá og með 1. janúar 2003. Við sameininguna er orðið til stærsta fyrirtæki á Íslandi í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiski. Áætluð ársvelta þess er 10-11 milljarðar króna og veiðiheimild- ir félagsins, ásamt hlutdeildarfé- lögum, nema alls um 25 þúsund þorskígildistonnum. Um 2/3 af þeim eru heimildir í uppsjávar- fiski, alls um 330 þúsund tonn. Í þeirri tölu er miðað við 900 þús- und tonna úthlutun í loðnu. Starfsemi Síldarvinnslunnar og hlutdeildarfélaga er á 15 stöðum á landinu, auk Bandaríkjanna og Grænlands. Nafn hins nýja félags verður Síldarvinnslan hf. og verða höfuð- stöðvar þess í Neskaupstað. Björgólfur Jóhannsson verður for- stjóri félagsins og Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður. Aðrir í stjórn eru: Guðmundur Bjarnason, Neskaupstað, Finn- bogi Jónsson, Hafnarfirði, Heimir V. Haraldsson, Reykjavík og Kristinn V. Jóhannsson, Nes- kaupstað. Kristinn, sem nú verður vara- formaður sjórnar í nýju félagi, sagðist í ræðu sinni á fundinum sannfærður um að sameining Síldarvinnslunnar og SR-mjöls væri gæfuskref. Til verði mjög öflugt félag, sem hafi alla burði til að gera enn betur í að hámarka virði þess sjávarfangs sem að landi kemur og verða þekkt sem slíkt á erlendum mörkuðum. Með þenn- an góða skipakost, veiðiheimildir og vinnslustöðvar í landi, ásamt afburða góðu starfsfólki, sé fyllsta ástæða til horfa björtum augum til framtíðarinnar. Stærsta fyrirtæki landsins í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski – sameining Síldarvinnslunnar og SR-mjöls orðin að veruleika

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.