Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 34
34 T Æ K N I Í frétt frá Vélalandi ehf. segir að flóknari hedd, sem fram að þessu hafi orðið að endurnýja með miklum kostnaði, sé nú hægt að endurbyggja hjá Vélalandi með umtalsverðum sparnaði fyrir við- komandi. Vélar hafa breyst „Til að mæta auknum kröfum um mengunarvarnir hafa bílvélar breyst. Hedd eru með fleiri ventl- um en áður tíðkaðist og ventil- sæti og stýringar úr þolnara og harðara efni en t.d. fyrir 10 árum auk þess sem eldsneytisblöndu og kveikjutíma er tölvustýrt. Af því leiðir að hefðbundin tæki vinna ekki á þessum efnum með næg- um afköstun né nákvæmni,” segir m.a. í tilkynningu Vélalands. Og einnig segir: „Newen GII er með tölvustýrða vinnslu sem er einka- leyfisvernduð tækni. Heddi er stillt upp og fest. Tölva ákveður rétta vinnslustefnu, rýmd og skurðarhorn ventilsætis og geym- ir í minni. Eftir að vinnslu er lok- ið í fyrsta brunahólfi sér tölvu- stýringin til þess að ventilsæti og ventilstýringar í öðrum bruna- hólfum séu unnin á nákvæmlega sama hátt. Með þessu móti er unnt að tryggja þau lágmarksfrá- vik sem eru ein af forsendum þess að nýjustu gerðir bílvéla virki eðlilega. Með nýju Newen GII tækja- samstæðunni hjá Vélalandi má endurvinna eðlilega slitin ventil- sæti eða endurnýja þau. Tækja- samstæðan vinnur hedd af öllum stærðum og gerðum, frá mótor- hjólum og upp í stærstu dísilvél- ar. Með þessu nýja tæki er einnig hægt að endurvinna ventilsæti véla, sem eru með hedd fyrir hvern sílindra, þannig að frávik milli hedda séu innan eðlilegra marka.„ Hér má sjá umrædda tækjasamstæðu sem auðveldar endurbyggingu á heddum. Vélaland ehf.: Tæknibylting í vélaviðgerðum Vélaland ehf. hefur tekið í notkun nýja tækjasamstæðu til að endurbyggja hedd, t.d. hedd eins og nú eru á nýrri gerðum bílvéla. Með tækjasamstæðunni, sem er af gerðinni Newen GII, er unnt að endurnýja ventilsæti og ventilstýringar með sömu nákvæmni og við framleiðslu á heddunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.