Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 42

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 42
42 F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á TA N Langlúra er langur og þunnur beinfiskur með lítinn haus, smáan kjaft og litlar oddhvassar tennur. Augun eru stór og aflöng og eru bæði á hægri hlið fisksins en vinstra augað liggur aðeins aftar en hitt. Trjónan er mjög stutt. Bakuggi byrjar á móts við vinstra augað og kviðuggar eru smáir og sporður er bogadreginn fyrir endann. Hreistur er smátt og rák er bein en sveigist þó aðeins ofan eyrugga. Hægri hlið langlúru er dökk, rauðgrá eða rauðbrún og snýr sú hlið jafnan upp, en sú vinstri er ljós eða hvít með svörtum þéttum dílum. Lengsta langlúra sem veiðst hefur hér við land mældist 66 cm. Heimkynni langlúrunnar eru í Norður-Atlantshafi beggja vegna. Hún er frá Múrmansk í norðri og meðfram ströndum Noregs inn í Kattegat og dönsku sundin. Hún er í Norðursjó, við Bretlandseyjar og suður til Frakklands og inn í Biskajaflóa. Hún lifir við Færeyjar og Ísland, við Suður-Grænland og Norður-Ameríku við Nýfundnaland og Nýja Skotland. Við Ísland má finna langlúru allt í kringum landið en einkum þó sunnan- og vestanlands. Minna er um hana norðanlands og austan. Langlúran er botnfiskur og heldur sig á leir- og sandbotni. Algengust er hún á 50-300 metra dýpi en finnst einnig enn dýpra eða grynnra. Aðalfæða hennar eru burstaormar, smákrabbadýr, smáskeldýr og slöngustjörnur en einnig gæðir hún sér á ýmsum smáfiskum. Hrygning fer fram við suður- og suðvesturströndina. Eggin eru smá og klekjast þau út á 8 dögum við 8-10°C. Þegar seiðin hafa náð 4-5 cm lengd hafa þau fengið útlit foreldra sinna og hverfa til botns. Vöxtur langlúru er hægur og nær hún um 14-16 ára aldri hér við land. Síðustu árin hefur afli langlúru á Íslandsmiðum verið fremur lítill eða innan við 2000 tonn. Árið 1987 náði hann hámarki og veiddust þá 4566 tonn og Íslendingar voru allt í einu mesta langlúruveiðiþjóð í Evrópu. Áður fyrr var langlúra veidd í botnvörpu en undanfarið hefur hún einkum verið veidd í dragnót. Glyptocephalus cynoglossus Langlúra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.