Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 25
H Ö R P U D I S K U R 25 hluti skelja drepist fljótt við um 12°C. Í árlegri stofnmælingu í apríl 2002 mældist vísitala veiðistofns- ins í Breiðafirði minni en nokkru sinni fyrr eða aðeins um 35% af hámarki áranna 1982-1983. Ár- gangar frá árunum 1999 og 2000 virðast þó yfir meðallagi, einkum á suðursvæði, en nýliðunar þeirra í veiðistofninn er þó ekki að vænta fyrr en frá og með 2004- 2005.” Greinilegt hrun „Við mældum stofninn í Breiða- firði í apríl 2002 og endurtókum þá mælingu í október. Á þessu tímabili minnkaði stofninn um 30-40%. Þessi samdráttur verður ekki eingöngu skýrður með veið- um, því minnkun stofnsins á þessu hálfa ári var margfalt meiri en það sem veitt var á sama tíma. Við höfum fylgst nokkuð náið með því hversu mikið af dauðri skel finnst. Hlutfall hennar hefur verið mjög hátt að undanförnu. Við höfum líka verið að fylgjast með ástandi skeljarinnar, vöðva- stærð og öðru slíku. Á þessum rannsóknum byrjuðum við haust- ið 2000 og síðan hefur vöðvi skeljarinnar rýrnað um 10-20% og kynkirtlar eru sömuleiðis rýr- ari. Af þessu má því merkja að ástand skeljarinnar er mjög bág- borið,“ segir Jón Sólmundsson. „Hins vegar er það ljós í myrkrinu að nýliðun skeljarinnar virðist vera í góðu lagi um þessar mundir. Nokkrir sterkir árgangar eru að koma inn, sá elsti verður kominn inn í nýtanlega stærð eft- ir tvö sumur eða svo. Spurningin er hins vegar hvað gerist þegar skel úr þessum árgöngum stækk- ar, hvort hún þolir áfram háan hita. Við erum að vona að þessir uppvaxandi árgangar kunni að geta lagað sig að hækkandi hita í sjónum. Því má ekki gleyma að hörpuskelin er kaldsjávartegund, en við erum hins vegar að mæla hlýrri sjó en nokkru sinni áður í sögu skelveiða við Ísland. Eink- um er það sumarhitinn sem er hærri núna en áður í sögu skel- veiðanna.” Vart við hlýsjávartegundir í Breiðafirðinum Jón segir að hörpudiskurinn sé afar viðkvæmur fyrir afgerandi sveiflum í náttúrulegum aðstæð- um, ekki síst við vestanvert Ís- land þar sem eru suðurmörk út- breiðslu tegundarinnar. „Það seg- ir sína sögu um breytingu á hita- stiginu á hefðbundinni skelslóð hér í Breiðafirðinum að á síðustu misserum verða menn þar í aukn- um mæli varir við skötusel, sem er hlýsjávartegund. Skötuselur hefur reyndar verið mjög algeng- ur á grunnslóð í Breiðafirði síð- ustu sumur og haust, og í Kolluál hafa sjómenn einnig orðið varir við humar í auknum mæli.” Eins og áður segir verður skel- fiskstofninn í Breiðafirði mældur í apríl nk. og telur Jón nokkuð víst hvað út úr þeim mælingum kemur. Vitað sé að miðin séu í mjög slæmu ásigkomulagi um þessar mundir og engar verulegar breytingar verði á því frá mánuði til mánuðar. “Við förum síðan í mælingar aftur í haust og þá sjá- um við hvernig hörpudiskinum hefur reitt af yfir sumarið. Þá verður væntanlega tekin endanleg ákvörðun um það hvort einhverj- ar veiðar verði stundaðar á næstu vertíð,” segir Jón. Vöktum líffræðilegt ástand skeljarinnar Hjá útibúi Hafró í Ólafsvík hafa rannsóknir á hörpudiskinum í Breiðafirði verið efldar. „Við vöktum líffræðilegt ástand skelj- arinnar og fylgjumst með heilsu- farinu. Við tókum sýni af miðun- um sl. haust og sendum til alls- herjar rannsóknar á fiskisjúk- dómadeild á Tilraunastöðinni á Keldum. Þessi sýni voru send til frekari rannsókna í Kanada. Við væntum þess að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum áður en langt um líður.” Til viðbótar er meistara- prófsnemi í lífræði við HÍ, Jónas Páll Jónasson, að vinna að rann- sóknum á hitaþoli hörpudisks frá mismunandi svæðum. Þær rann- sóknir hafa farið fram í Tilrauna- stöð Hafrannsóknastofnunarinnar í Grindavík. Slíkar niðursveiflur í hörpu- diskstofninum eru ekki þekktar síðan að veiðar úr þessum stofn- um hófust hér við land. Reyndar hrundi stofninn í Hvalfirði nokkrum árum eftir að veiðar hófust þar og var það helst rakið til hás sjávarhita í Hvalfirði haustið 1982. „Sá stofn náði sér aftur á strik, en virðist nú vera að hrynja aftur eins og aðrir helstu hörpudiskstofnar við landið, t.d. á Vestfjörðum og í Húnaflóa,“ segir Jón. Einnar gráðu hækkun hita Þegar skelstofninn var í hámarki upp úr 1980 var yfirborðshiti sjávar í Breiðafirði (meðalsumar- hiti) 8-9 gráður, en síðustu sumur hefur yfirborðshitinn verið 9,5 - 9.8 gráður. „Þetta kann að virðast lítil hækkun hita, en fyrir kald- sjávartegund í hlýjum sjó Breiða- fjarðar getur slík hækkun haft mikið að segja. Og rétt er líka að hafa í huga í þessu sambandi að síðustu sjö sumur hefur sjávarhit- inn verið svona hár. Þetta er langt samfellt hlýindaskeið til sjávarins og það virðist hafa þær afleiðingar sem við erum nú að upplifa. Yfir- borðshitinn hérna í Breiðafirði segir okkur mikið um botnhitann vegna þess að blöndun sjávarins er hér mikil sem má rekja til sterkra strauma í firðinum. Við höfum einnig verið að fylgjast með hitastigi við botn síðustu 2 ár og hyggjumst fjölga botnhita- mælum nú í vor.“ Jón segir að Snæfellingar séu að vonum slegnir yfir þessum tíð- indum, enda hafi margir byggt afkomu sína á veiðum og vinnslu á hörpudiski. Í gegnum tíðina hafi þessi útvegur gengið vel og því sé mönnum eðlilega brugðið „Þessi samdráttur verður ekki eingöngu skýrður með veiðum, því minnkun stofnsins á þessu hálfa ári var margfalt meiri en það sem veitt var á sama tíma.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.