Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 26
26 H Ö R P U D I S K U R þegar svo afgerandi hrun verði í stofninum. „Það er mikilvægt að rannsóknir á hörpudiskinum verði auknar, t.d. vitum við ekki nóg um óbein áhrif skelplóganna á hörpudiskinn og búsvæði hans,“ segir Jón Sólmundsson að lokum. Gríðarlegt högg fyrir byggðar- lög á Snæfellsnesi Hrun hörpudiskstofnsins kom til umræðu á Alþingi og lagði Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður VG á Norðurlandi eystra, spurn- ingar um málið fyrir sjávarút- vegsráðherra. Árni Steinar sagði Snæfellingar vera á þeirri skoðun að menn viti almennt alltof lítið um lífríkið í Breiðafirði, m.a. vanti sárlega neðansjávarmynda- vélar til þess að fylgjast nægilega vel með lífríkinu. Árni Steinar sagði að ef kæmi til vinnslustopps væri það gríðarlegt högg fyrir þau fyrirtæki sem hafi byggt afkomu sína á skelfskvinnslunni. Fyrir annað skelfiskvinnslufyrirtækið í Stykkishólmi sagði Árni Steinar að verðmætin svöruðu til um 1.700 þorskígildistonna. 400 þorskígildistonn til skel- fiskbáta Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, upplýsti að sjávarhiti við landið væri hærri um þessar mundir en um langt árabil og þyrfti að fara allt aftur til áranna fyrir 1965 til að finna sambæri- legt árferði í sjó, þ.e. til þess tímabils sem hörpudiskveiðar voru enn ekki stundaðar við landið og lítið var vitað um út- breiðslu og magn tegundarinnar. Ráðhera sagði hugsanlegt að skil- yrði hafi því farið batnandi fyrir hörpudisk þegar sjór kólnaði á sjöunda áratugnum, en hafi versnað aftur við hlýnun síðustu árin. Til þess að mæta vanda þeirra fiskvinnslufyrirtækja sem hafa byggt afkomu sína á skelfiskveið- um sagði ráðherra að gripið hafi verið til heimildar í 9. grein laga um stjórn fiskveiða og skelbátum bætt að hluta sú skerðing sem þeir hafa orðið fyrir í skelveiðum með botnfiski. Skelfiskbátunum hafi þannig verið úthlutað 400 tonnum í þorskígildum, sem sjávarútvegsráðherra sagði vera í samræmi við hvernig inn- fjarðarækjubátum hefur verið bættur niðurskurður aflaheimilda í innfjarðarrækju. Áhyggjur af atvinnuleysi í Stykkishólmi Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi, lýsti í ræðu sinni á Alþingi þung- um áhyggjum af hruni hörpu- diskstofnsins fyrir atvinnulíf í Stykkishólmi. Hann sagðist ótt- ast mjög að þrátt fyrir bolfisk- kvóta til útgerða sem hafa stund- að þessar veiðar í Breiðafirði sé mikil hætta á atvinnuleysi í Stykkishólmi og því þurfi opin- berir aðilar að vinna áætlun með heimamönnum um það hvernig tekið verði á þessum vanda. „Það er mikilvægt að rannsóknir á hörpudiskinum verði auknar, t.d. vitum við ekki nóg um óbein áhrif skelplóganna á hörpudiskinn og búsvæði hans.“ Fyrir kemur að karlfiskar hrygna á norskri fiskislóð. Ástæðan er álitin vera sívaxandi notkun getnaðarvarnarpillna og annarra hormónalyfja. Enn meiri vanda gæti getnaðarvarnar- plásturinn valdið. Meira en 420.000 norskar konur nota pilluna eða önnur lyf sem í er östrógen. Hluti þess fer í skólpið, til dæmis þegar útrunnum lyfjum er hent. Í hreinsistöðvum síast ekki öll virk efni frá og afleiðingin er sú að lífverur í sjónum við strendur Noregs fá sjálfkrafa hormónameðferð, segir á Netsíðunni forskning.no. Kvenleg einkenni – Við sjáum kvenleg einkenni hjá karlfiskum og dæmi eru um að í þeim þroskist egg. Sömuleiðis er hætta á að efnin, sem þessu valda, hafni á diskinum okkar, segir Anders Goksøyr, prófessor við háskólann í Bergen. Nýlega er kominn á markað í Evrópu getnaðarvarnarplástur, sem gæti valdið enn meiri usla í lífríkinu. Samkvæmt reglum innan ES þarf ekki að taka sérstakt tillit til umhverfisáhrifa þegar nýtt lyf kemur á markaðinn. Notendur verða þess vegna að vera meðvitaðir um að þegar skipt er um plástur og þeim gamla hent er eftir í honum talsvert af virkum efnum, hefur Fiskaren eftir Joakim Larsson við Gautaborgarháskóla. – Það má ekki henda plástrinum í klósettið heldur verður að brenna hann, segir Larsson. Í Svíþjóð var fyrir skömmu haldin ráðstefna um „kvenvæðingu Móður náttúru“. Þar komu fram niðurstöður úr sænskum og breskum rannsóknum, sem sýna að mannahormón í skólpi hafa haft áhrif á fisk. Hægt og bítandi – Ástandið er uggvekjandi, segir Leif Norrgren, prófessor við Landbúnaðarháskólann sænska. – Áhrif hormóna og skyldra efna, sem veitt er út í náttúruna, koma nefnilega fram hægt og bítandi. Þar er ekki um nein skyndiáhrif að ræða. Karlfiskar kvenvæðast!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.