Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 38
38 S K I PA S T Ó L L I N N Á dögunum lauk viðamiklum endurbótum á frystitogaranum Vestmannaey VE hjá Slippstöðinni á Akureyri. Stærsti þáttur verksins var endurnýjun á öllu vinnslu- dekki skipsins, þar með töldum klæðningum í síðum. Með öðrum orðum má segja að millidekkið hafi verið algjörlega endurnýjað frá grunni. Fiskimótttaka var stækkað, gerðar voru minniháttar lagfæringar í íbúðum og en síðan var komið fyrir andveltitank aftan við stýrishús. Bergur - Huginn hf. í Vestmanneyjum gerir Vestmanney út og er Birgir Þór Sverrisson skipstjóri. Endurbætur á Vestmannaey VE hjá Slippstöðinni á Akureyri: Ný vinnslulína um borð í Vestmanney VE - andveltitankur gerir skipið mun sjóhæfara Breytingum á Vestmannaey að ljúka og skipið orðið klárt á veiðar. Frá vinstri: Sigtryggur Guðlaugsson, hönnuður hjá Slippstöðinni, Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri og Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri. Öll hönnun breytinga fór fram hjá Slippstöðinni á Akureyri og var Sigtryggur Guðlaugsson yfir- hönnuður. Vinnslulínan var einnig smíðuð hjá Slippstöðinni en af öðrum búnaði má nefna nýj- an hausara frá Fiskvélum ehf. og kassalyftu, útsláttarbúnað og fiskidælu frá Klaka ehf. Þá var keypt sótthreinsikerfi frá Dys ehf. Heildarkostnaður röskar 100 milljónir Breytingarnar á skipinu hófust strax eftir áramót og fór skipið á veiðar þann 20. febrúar, eins og áætlað hafði verið. Heildarkostn- aður við breytingarnar nam rösk- lega 100 milljónum króna. Vestmanney VE var smíðuð í Japan árið 1973 og lengd í Pól- landi árið 1987. Á sama tíma var skipinu breytt í frystiskip og var þá valin vinnslulína hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Sú lína var í skipinu allt til síðustu áramóta þegar áðurnefnd endurnýjun fór fram hjá sama fyrirtæki. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vesmannaey, segir að í ljósi góðrar reynslu af gömlu línunni hafi verið ákveðið að snúa sér á nýjan leik til Slippstöðvarinnar og að hans mati hefur mjög vel tekist til. Birgir segir að tekist hafi á ótrúlegan hátt að koma vinnslubúnaðinum fyrir en slíkt sé vandaverk þegar um ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.