Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 24
24 H Ö R P U D I S K U R Eins og staðan er núna verður að teljast líklegra en hitt að engar hörpudiskveiðar verði í Breiða- firði á næstu vertíð, sem yrði mikið reiðarslag fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi þar sem eru tvær öflugar skelfiskvinnslur og út- gerðir skelfiskbáta. Einnig eru skelfiskbátar gerðir út frá Grund- arfirði og þar er ein skelfisk- vinnsla. Ákvarðanir um framhald veiðanna verða þó ekki teknar fyrr en niðurstöður úr stofnmælingum Hafrannsóknastofnunarinnar í vor og haust liggja fyrir. Aðeins 4000 tonn á síðustu vertíð Skelfiskvertíðinni lauk 13. febrúar sl. og er óhætt að segja að hún hafi verið mjög léleg. Veiðarnar hafa verið að dragast verulega saman á undanförnum árum og til marks um það skilaði síðasta ver- tíð aðeins um 4.000 tonnum, sem var hvorki meira né minna en um 25% samdráttur frá fyrra ári. Þeg- ar sagan er skoðuð kemur vel í ljós hversu mikið hrun síðustu ára hefur verið. Árið 1986 veiddust 12.700 tonn af skel í Breiðafirði og næstu árin var aflinn á bilinu 9-10.000 tonn. Áberandi sam- dráttur varð árið 1993 og næstu átta árin var aflinn rétt um 8000 tonn á ári. Síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Vísitala veiðistofns í sögulegu lágmarki Í ástandsskýrslu Hafró um hörpu- diskstofninn í Breiðafirði segir orðrétt: „Samkvæmt stofnmælingu í Breiðafirði í apríl 2001 mældist vísitala veiðistofnsins um 27% minni miðað við þyngd og um þriðjungi minni í fjölda skelja en að jafnaði árin 1993-2000. Sam- drátturinn frá árinu 2000 nam um 21% í þyngd og 28% í fjölda. Stofnmæling sem gerð var á skelbát á suðursvæði Breiða- fjarðar í nóvember 2001 staðfesti ennfremur áframhaldandi hnign- un stofnsins. Síðar á árinu 2001 komu ennfremur fram frekari vís- bendingar um aukin dauðsföll óháð veiðum, einkum á eldri skeljum, sem greina mátti í hækkuðu hlutfalli nýdauðra tómra skelja samhangandi á hjör. Þessu til viðbótar sýndi sírita- mælir mjög háan og hækkandi botnhita í lok ágúst á skelmiðum við Bjarneyjar eða um 11°C. Svo óheppilega vildi til að mælingar náðust ekki í kjölfarið fyrr en um viku af september er botnhiti var aftur á niðurleið, um 10°C. Ný- legar rannsóknir í eldisstöð Haf- rannsóknastofnunarinnar benda til þess að tíðni dauðsfalla á hörpudiski frá Breiðafirði fari vaxandi við 11°C og að meiri- Hlýrri sjór getur haft afgerandi áhrif: Hrun hörpudiskstofnsins - í Breiðafirði, Hvalfirði, Húnaflóa og fyrir vestan „Okkur finnst mjög líklegt að ástæðan fyrir þessu hruni sé hækkandi hitastig sjávar, en spurningin er eftir sem áður á hvaða hátt hitastigið getur haft þessi áhrif. Margt kemur til greina í því sambandi. Það er kannski ekki hægt að segja að skelin sé að drepast úr hita, en hins vegar geta óbein áhrif af hækkandi hitastigi sjávar komið fram með ýmsum hætti t.d. vegna minna mótstöðuafls gagnvart sjúk- dómum og sníkjudýrum,“ segir Jón Sólmundsson, fiskifræðingur á útibúi Haf- rannsóknastofnunarinnar í Ólafsvík, um hrun hörpu- diskstofnsins í Breiðafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.