Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 10
10 F Y R I RT Æ K I Af öðrum framleiðsluvörum Hextækni má nefna mælikerfi fyrir birgðatanka í landi, hæðar- mælingu með geislatæki, mæli- kerfi fyrir bensínstöðvar, djúp- ristumæli, dýpismæli og rennslis- mæli. Þá hefur Hextækni unnið að þróun á aðvörunarkerfi fyrir díselvélar og brunaþrýstinema á díselvélar, sem og olíueyðslumæli og orkumæli. Grímur Agnarsson, markaðs- stjóri, segir Hextækni leggja höf- uðáherslu á að mælibúnaðurinn skili nákvæmum upplýsingum og áreiðanleika. „Aðstæður fyrir mælibúnaðinn eru oft mjög erfið- ar, t.d. hvað varðar hristing úti á sjó og titring á díselvélum. Slíkt þarf að taka með í reikninginn og við höfum sannreynt að mælibún- aður er að skila mjög mismun- andi nákvæmi. Reynsla þeirra Davíðs, Níls og þeirra tækni- manna af þróun tæknibúnaðar hefur hins vegar skilað okkur búnaði sem við fullyrðum að er meðal þess sem best gerist hvað varðar nákvæmni og áreiðan- leika,“ segir Grímur. Djúristan mæld á nákvæman hátt Eitt af athyglisverðari þróunar- verkefnum Hextækni er skynjara- búnaður fyrir djúpristu skipa. Þessar upplýsingar geta verið mjög mikilvægar fyrir skipstjóra og er hugmyndin sú að skipstjóri geti út frá sjávarhæð, djúpristu skipsins og botni í höfn kallað fram nákvæmar upplýsingar um fjarlægð frá skipinu í botn. „Allt þetta er hægt að tengja saman í skjámyndakerfi í skipinu þar sem hægt er að lesa upplýs- ingar frá skynjörum, hvort heldur er um stöðu í tönkum, lestum, upplýsingar um vélbúnaðinn eða djúpristuna og fleira,“ segir Grímur. „Eigum erindi á erlendan markað“ Bjarni Kristinsson, framkvæmda- stjóri Hextækni, segir tækifæri framundan í vexti fyrirtækisins. „Við vitum að framleiðsla okkar á erindi bæði á landi og sjó hér inn- anlands og sömuleiðis á erlendan markað. Olíuiðnaðurinn er t.d. dæmi um stóran markað fyrir okkur og sama má segja um allan skiparekstur og margskonar iðn- að. Það má segja að við höfum að undanförnu verið að skipuleggja fyrirtækið, koma okkur fyrir í nýju húsnæði og vanda alla um- gjörð um þann grunn sem er hugvit og þróun þeirra Davíðs og Níls. Framundan er að framleiða og markaðssetja okkar vörur, bæði hér heima og erlendis, og við erum bjartsýnir.“ „Verkmenntunin mikilvæg fyrir okkur“ Davíð Gíslason er hugvitsmaður og hefur mikla reynslu að baki í tækniþróun ýmis konar. Eftir að hafa stofnað og starfað hjá DNG stofnaði hann Hex sf. um þróun á skynjarabúnaði og lagði grunn að Hextækni ehf. sem stofnað var um mitt ár 2000. Davíð segir að sífellt séu tæki- færi fyrir hendi og þörf fyrir nýj- an tæknibúnað. Aðspurður segir hann fyrirtækið hafa alla mögu- leika til að vaxa á Akureyri en lykilþáttur í því sé að það hafi að- gang að tæknimenntuðu fólki. „Einn af þeim þáttum sem skiptir fyrirtæki eins og okkar máli er að hér á Akureyri sé vönd- uð verkmenntun og ég hlýt því að leggja mikla áherslu á að það verði staðið vel við bakið á Verk- menntaskólanum hér í bænum. Verði afturför í verkmenntun þá missum við í burtu af svæðinu ungt fólk sem annars hefði farið hér í nám og komið inn í fyrir- tæki eins og Hextækni til að fá störf við hæfi. Þess vegna er það eitt af hagsmunamálum okkar að hafa góða verkmenntun í næsta nágrenni við okkur og að þar sé áhersla lögð á þau svið sem nýtast okkur,“ segir Davíð Gíslason. Níls og Davíð Gísla- synir. Níls býr í Brasilíu og vinnur þar að verkefnum fyrir dótturfyrirtæki Hex- tækni en Davíð er í þungamiðju þróunar og framleiðslu fyrir- tækisins hér heima. Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri, og Grímur Agnarsson, markaðsstjóri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.