Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 27

Ægir - 01.02.2003, Blaðsíða 27
27 E R L E N T – Þótt fiskur hafi hingað til helst verið fluttur út til Svíþjóðar frá Mið- og Vestur-Noregi hefur sá möguleiki alla tíð verið fyrir hendi að flytja út beint frá Norð- ur-Noregi til Svíþjóðar, segir Trygve Myrvang hjá Norska ferskfisksamlaginu í Tromsø. Minni ES fiskur Minni þorskveiði 2003 í Eystra- salti og Norðursjó þýðir minna framboð af fiski í öllum ES lönd- unum. Þá er mikilvægt að þeir sem kaupa þorsk viti að þorskur- inn frá Norður-Noregi er af allt öðrum stofni. Framleiðendur fros- ins fisks og saltfisks eiga við mikla erfiðleika að etja og vilja gjarna ná hraðari umsetningu. – Allt stendur þetta og fellur með gæðunum. Margir sjómenn eru uppteknari af því að landa sem mestum afla á sem skemmst- um tíma en af gæðum fisksins, segir Trygve Myrvang. Verðlagning eftir gæðum Áður fyrr var notað kerfi þar sem fiskurinn var verðlagður eftir gæðum. Myrvang telur að það hafi tryggt gæðin betur en nú gerist. – Kerfið virkaði á sínum tíma vel sums staðar. Annars staðar varð það þannig í raun að sá sem seldi minnst fékk hæsta verðið. Kaupendur geta lækkað verðið á slæmum fiski og þá sjá sjómenn engan tilgang í því að eyða meiri vinnu í hann en brýnasta nauðsyn krefur. Ferskfisksamlagið reynir að hafa áhrif á hvernig sjómenn fara með aflann, til dæmis að blóðga fiskinn vel, vitja oft um net og forðast stór snurvoðarhöl. Einnig verður að hafa í huga að náttúran sjálf getur haft áhrif á gæðin. Þegar fiskur liggur í loðnu eða er kominn að því að hrygna minnka gæðin. Síðast en ekki síst er stöðug kæling afar mikilvæg. Viðkvæmur markaður Myrvang segir að markaðurinn sé viðkvæmur þegar verðið er hátt. Aukist framboð mikið hrynur hann. – Ef við eigum að geta treyst því að fá hátt verð fyrir fiskinn þurfum við líka að geta reitt okk- ur á að hugarfar sjómanna gagn- vart afurðunum sem þeir fram- leiða breytist. Þá verða kaupendur að borga hærra verð fyrir gæða- fisk. Hækkun verðs á þorski vegna minni veiði Um miðjan desember 2002 kostaði kílóið af þorskflökum 5.400-6.600 ÍSK í Stokkhólmi. Á næsta ári ætti að verða auðvelt að selja norsk- an gæðafisk til ES landanna, segir Fiskaren. Tillögunni um 75 sm lág- markslengd var líka hafnað. Í ESB ríkjunum er lágmarkslengd- in 60 sm. Þar eð skötuselur er veiddur bæði í Skagerrak og Norðursjó þýðir það tvenns konar reglur um lágmarksstærð á sömu miðum og það er ákaflega óheppilegt. Danir hafa í tilbót aukið skötuselsveiði sína mikið á norskum hafsvæðum í Norðursjó. „Talsvert af skötusel veiðist líka sem aukfiski við rækjuveiðar í Norðursjó og Skagerrak og þær veiðar yrðu utan friðunar sam- kvæmt tillögunum,” segir Roy Kristensen, landsstjórnarfulltrúi í suðurdeild Sjómannasambands- ins. Sjómannasambandið telur að líffræðileg rök fyrir svo langri friðun skötuselsins séu haldlítil. Eðlilegt sé að afli hafi minnkað vegna þess að hér er um að ræða veiðar á tegund sem var sama og ekkert nýtt fyrir aðeins tíu árum eða svo. „Við förum gjarna í skötuselinn frá lokum reknetavertíðar og fram að makrílvertíðinni. Sjálfur veiði ég venjulega skötusel frá maí til nóvember en þá hverfur hann af miðunum,“ segir Morten Kristen- sen frá Valle í Fiskaren. ESB hefur lagt til alfriðun skötusels. Hann er mikið veiddur í aðildarlöndunum og talið að sóknin sé komin yfir líffræðileg hættumörk. Veiddur skötuselur í Noregi 2001 (tonn): Norðursjór 1.224 Skagerrak 200 Norðan 62° 3.550 Alls í Noregi 4.974 Landsstjórn norska Sjómannasambandsins hefur samþykkt friðun skötusels frá febrúar til maí, þó ekki sem aukfiski. Í sjávarútvegsráðu- neytinu hafa verið ræddar tillögur frá fisk- veiðistjórnunarnefndinni um að friða skötu- selinn frá 20. desember til 31. maí en þeim til- lögum hafa sjómenn á vesturströndinni, sem veiða skötusel, tekið heldur fálega. Þeir segja skötuselsveiðina afar mikilvæga fyrir afkomu margra sjómanna og svo löng friðun muni koma illa við þá. Stytting friðunartíma skötusels

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.