Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Það var í hæsta máta dapurlegt að verða vitni að því að opinberir embættismenn skyldu taka þá ákvörðun að fela skipasmíða- stöð í Póllandi að gera endurbætur á varð- skipum Landhelgisgæslunnar, Tý og Ægi í ár og á næsta ári. Þetta mál var dæmigert fyrir það hvernig hið íslenska embættis- mannakerfi getur tekið völdin af þeim sem hafa framkvæmdavaldið og eiga með réttu að hafa síðasta orðið í slíkum málum. Er það hugsanlegt að embættismennirnir hafi feng- ið um það fyrirmæli frá ráðherrum að samið yrði við lægstbjóðanda í verkið, í þessu til- felli pólsku skipasmíðastöðina Morska, sama hversu litlu munaði á tilboðum? Eða getur það verið að embættismennirnir taki svo stórar ákvarðanir án þess einu sinni að bera þær undir hið pólitíska vald? Því verður ekki með nokkru móti trúað. Hér er um pólitíska ákvörðun að ræða. Hér er um að ræða ákvörðun sem felur það í sér að styðja við íslenskan skipasmíðaiðnað eða ekki. Hér um að ræða ákvörðun sem snertir fjölda vinnandi manna hér á landi - í þessu tilfelli á Akureyri. Hér er um að ræða ákvörðun sem skiptir hérlendan skipasmíða- iðnað verulegu máli til framtíðar. Því hefur ekki verið mótmælt af hálfu Ríkiskaupa að sá 13 milljóna króna munur sem var á tilboði pólsku stöðvarinnar og Slippstöðvarinnar sé fljótur að éta sig upp, þó ekki væri nema vegna siglingar skipanna til Póllands. Fyrir svo utan allan þann kostnað sem klárlega fylgir því að gera við skipin úti en ekki hér heima. Er sá kostnað- ur, t.d. varðandi eftirlitsþáttinn, ekki reikn- aður inn í heildardæmið? Hvað með skatt- tekjur starfsmanna Slippstöðvarinnar vegna vinnu við endurbætur skipanna? Eru þær ekki reiknaðar inn í heildardæmið? Trúlega ekki. Hér er ekki um að ræða einhvern einkaað- ila út í bæ, sem hefur það algjörlega á sínu valdi hvar hann lætur vinna tiltekin við- haldsverk. Hér er hins vegar um að ræða stórt opinbert verk fyrir Landhelgisgæsluna og þar með íslenska ríkið, sem hlýtur að eiga að horfa á heildardæmið. En það er gömul saga og ný að þegar embættismanna- kerfið tekur völdin er voðinn vís. Það sann- aðist vel í þessu máli. Ein af meginröksemdum Ríkiskaupa fyrir því að fara með verkið til Póllands var að stöðin þar væri með svokallaða ISO-vottun og reynslu af sambærilegum verkum. Ber skylda til þess að hafa ISO-vottun til þess að vinna slík verk? Af hverju hefur hennar ekki verið krafist fram að þessu við sambærileg verk? Hefur Slippstöðin ekki reynslu af sambærilegum verkum? Auðvitað hefur hún það. Það hefur ekkert komið fram sem segir að þetta verk sé eitthvað flóknara en önnur verk. Eða í það minnsta er vart hægt að álykta sem svo út frá verklýsingu á vef Landhelgisgæslunnar: „Stjórnbúnaður og rafmagnslagnir í brúnni verða endurnýjaðar ásamt stjórnpúltum. Mjög fullkominn sam- hæfður tölvustjórnbúnaður verður í nýjum stjórnpúltum. Íbúðir áhafnarinnar og drátt- arvindur skipanna verða endurnýjaðar. Einnig verður sett niður stærri og fullkomn- ari vinda með átaksstjórnun. Þessar breyt- ingar eru samhliða hefðbundinni slipptöku skipanna.“ Það verður að gera þá kröfu til misviturra embættismanna að hérlendur iðnaður njóti sannmælis í samkeppni við niðurgreidda er- lenda starfsemi. Ef það er opinber stefna stjórnvalda að leggja endanlega niður ís- lenskan skipasmíðaiðnað, þá væri heiðarleg- ast að fá það fram. Niðurstaða í þessu dæmalausa útboðsmáli er víti til varnaðar. Þetta má ekki gerast aftur og hefði auðvitað alls ekki átt að gerast. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Ábending frá Fiskistofu Nokkuð hefur borið á því að sjó- menn telji heimilt að varpa fyrir borð afla sem að þeirra mati verður ekki nýttur með hagnaði eða arðbærum hætti. Til að koma í veg fyrir þennan misskilning vekur Fiskistofa athygli á að frá því í febrúar 2002 hefur verið skylt að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Einungis er heimilt að varpa fyrir borð verðlaus- um fiski. Þetta felur í sér skyldu til að hirða allar fisktegundir sem sæta tak- mörkun á leyfilegum heildarafla auk þeirra sem seldar hafa verið á fisk- markaði enda þótt verðið sé svo lágt að ekki verði hagnaður af viðskiptunum. (Frétt af heimasíðu Fiskistofu) Allt fyrir skítfisk Fiskifræðingar segja ekki of mikið veitt af loðnu - það segi fræðin. Fiski- fræðingar hafa líka sagt að ekkert sé mikilvægara fyrir vöxt þorsksins en loðna. Undir handleiðslu fræðanna hófu Íslendingar að byggja upp þorsk- stofninn fyrir rúmum 20 árum. Ár- angur, enginn. Á svipuðum tíma hófu Íslendingar að veiða loðnu - þorska- fæðu skv. fræðingum. Milljón tonn takk, annars bara grenj og væl. Snemmárs 2004 leit ekki vel út fyrir skítfiskara. Hvar var loðnan? Fræða- flotinn var gerður út í loðnuleit. Jú loðna fannst og vertíðinni borgið - fyr- ir skítfiskara og bræðslur. Marga hef ég heyrt segja fiskifræðina yfirborðs- vísindi fyrir annarlega hagsmuna- gæslu, þorskstofninn helmingaður, rækjustofni nánast útrýmt, sjófugl fellur drjúgt og önnur áhrif ótalin - allt fyrir skítfisk. (Arnar Guðmundsson í pistli á vef Bæjarins besta á Ísafirði) Breytt umhverfi sjávarútvegsins Umhverfi sjávarútvegsins hefur jafn- framt breyst að mörgu öðru leyti. Sí- fellt er verið að gera meiri kröfur til greinarinnar, bæði af hendi hins opin- berra aðila svo og ýmissa samtaka víða um heim. Í sumum tilfellum er um öfgasmtök að ræða sem ekki taka rök- um. Þá breytast kröfur kaupenda og neytenda sífellt og verða meiri og flóknari. Greinin þarf að geta svarað þessu og brugðist við með réttum hætti. Ég tel að eins og staðan er nú að þá sé hún að mörgu leyti vel í stakk búin til þess. Þrátt fyrir að ég hafi dregið fram ógnanir sem sjávarútveg- urinn stendur frammi fyrir hér að framan þá hefur ýmislegt í umhverfi hans skapað ný tækifæri til sóknar og marka ákveðin tímamót. Átök innan greinarinnar og átök milli hennar og þjóðarinnar eru ekki þau sömu og áður. (Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á ráðstefnunni „Fiskurinn og framtíðin“.) U M M Æ L I Dæmalaus niðurstaða aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.