Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 30
30 G E Y M S L A S J Á VA R A F U R Ð A Gæðarýrnun og tjón vegna galla í lausfrystum vörum hafa verið algeng. Slík tjón geta valdið allt að 20 til 40% verðfellingu á söluverðmæti afurðanna. Helstu gallar sem kaupendur afurðanna kvarta undan eru að varan sé þurr, að hrím sé í pakkningum, að fisk- bitar séu frosnir saman (klump- un) og mikill vökvi renni af fisk- inum við þiðnun (drip) eða að fiskurinn sé þránaður. Allir þessir gallar koma fram eftir að búið er að frysta vöruna og myndast í geymslu- og/eða flutningaferli hennar. Það sem orsakar helst þessa galla er of hátt hitastig og of miklar sveiflur á hitastigi í geymslu- og/eða flutningaferlinu. Á hverju ári er efnt til nokk- urra dómsmála vegna tjóns af völdum þessara galla, þar sem framleiðandi afurðanna höfðar mál á hendur flutningsaðila vegna verðfellingar á henni eða skaða, sem hann telur að hafi orð- ið í flutningaferlinu. Í þessum málum er sönnunarbyrðin oft erf- ið, þar sem ekki er vitað með fullri vissu hvernig ástand vör- unnar var fyrir flutninginn, þ.e. hugsanlega mynduðust gallarnir í geymslum framleiðandans, en ekki í gámum flutningsaðilans. Markmið þessa verkefnis var að finna lausnir til að lágmarka gæðarýrnun lausfrystra sjávaraf- urða í geymslu- og flutningaferli þeirra. Í kjölfar greiningar á gæðarýrn- un var rannsakað eðli íshúðar ut- anum lausfrysta fiskibita, þar sem íshúð verndar afurðirnar gegn þornun. Greining leiddi einnig í ljós að umtalsverður munur er bæði á gæðum frystigeymslna og milli mismunandi tegunda frysti- gáma, þegar horft er til tíðni hitastigssveiflna og meðalhita. Í framhaldi af greiningunni var hönnuð geymslu- og flutninga- stýring, sem lágmarkar hitasveifl- ur, en meðalhita er hægt að stýra handvirkt. Í geymslu- og flutn- ingastýringunni er fólgin for- gangsröðun viðkvæmra og verð- mætra afurða í ákveðnar frysti- geymslur eða frystigáma, eftir eiginleikum þeirra. Efni og aðferðir Til að ná fram sem bestum ár- angri var sett upp vel skilgreint verkefni í samstarfi við Eimskip, HB-Granda og Brim til að greina aðstæður í geymslu- og flutn- ingaferlinu. • Notaðir voru 100 hitasíritar til að mæla hitaþróun í geymslu- og flutningaferlinu. Nemunum var dreift jafnt yfir gólfflöt og í efstu hillur geymslna Eimskips, HB- Granda og Brims og í gáma Eimskips. • Í kjölfar mælinga var hita- þróun greind í geymslum og gámum Eimskips og geymsl- um HB-Granda og Brims. • Varmabreytingar gegnum umbúðir lausfrystra sjávaraf- urða voru greindar. • Hrímmyndun innan pakkn- inga afurða var greind. • Eðli íshúðar utan um laus- frysta fiskbita var rannsakað og aðhvarfslíkan sniðið að mælingum. • Í kjölfar rannsókna á aðstæð- um í geymslu- og flutninga- ferlinu var útbúin stýring á Geymslu- og flutningastýr- ing lausfrystra sjávarafurða Á síðustu árum hefur verið mikil þróun í vinnslu á frosnum flökum í bolfiskvinnslu og er ekki lengur verið að framleiða heil flök í eins rík- um mæli og áður, heldur lausfrysta flakabita og er hnakkastykkið sent sér út ferskt með flugi. Einnig fer vaxandi hluti flaka í framleiðslu á léttsöltum flökum sem eru síðan lausfryst. Á þeim tíma sem verið var að flytja flök út sem blokkfryst í miklum mæli höfðu hitasveiflur ekki sýnanleg áhrif á gæði vörunnar. En með mikilli aukningu lausfrystra afurða þarf að huga meira að frystigeymslum og vali á réttasta hitastigi til að tryggja sem stöðugasta hitastig og stuðla þannig að sem minnstri hrímmyndun. Þróun hitastigs innan umbúða sem utan -22,00 -20,00 -18,00 -16,00 -14,00 -12,00 -10,00 Tími °C Utan pakkninga Inni í pakkningum Mynd 1. Þróun hitastigs inni í miðju 5 kg ufsapakkninga og utan þeirra. Mælitímabil- ið eru tvær vikur. #2"  " 3$ (( 44567879 aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 30

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.