Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2005, Side 23

Ægir - 01.03.2005, Side 23
23 V I Ð TA L I Ð all, varð það úr að ég réði mig sem kaupfélagsstjóra Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri og var þar í eitt ár, en kaupfélagið var með m.a. útgerð báts og fiskvinnslu. Minn hugur stóð hins vegar til þess að afla mér reynslu innan sjávarútvegsins og því varð úr að ég réðist til Bjarna Magnússonar hjá Íslensku umboðssölunni sem sölumaður frysts fisks. Á þessum tíma voru stóru sölusamtökin SH og Sjávarafurðadeild SÍS alls ráð- andi í útflutningi á frystum fiski og aðrir útflytjendur fengu úr litlu að moða. Þá fór sölustarf- semin fyrst og fremst fram með bréfum og telexum. Einn góðan veðurdag, trúlega 1979, kom ungur maður, Þor- steinn Már Baldvinsson, til mín og var að afla sér vitneskju um verð á sjófrystum afurðum til Bretlands vegna verkefnis sem hann var þá að vinna að vegna mögulegra breytinga á Örvari HU á Skagaströnd í frystiskip, hann hafði komið að lokuðum dyrum hjá stóru samtökunum. Okkar leiðir lágu síðan saman aft- ur tveim árum síðar þegar ég starfaði um tíma hjá Sjöstjörn- unnar í Njarðvík en Þorsteinn Már starfaði hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Árið 1982 fór ég síðan til Haf- skips og starfaði þar sem deildar- stjóri flutningadeildar þar til fé- lagið var sett í gjaldþrot í árslok 1985.“ Útgerðarstjóri hjá Granda Þegar hér var komið sögu hafði Brynjólfur Bjarnason verið í um eitt ár framkvæmdastjóri BÚR og Marteinn Jónasson starfaði við hlið hans sem ráðgjafi. Bjarni Thors, útgerðarstjóri, hafði þá ný- verið hætt sem útgerðarstjóri og Brynjólfur bað Martein að finna hans eftirmann. „Marteinn hitti mig á götu og spurði hvort mætti nefna nafn mitt í þessu sambandi. Mál æxluðust síðan þannig að ég hóf störf sem útgerðarstjóri hjá Granda hf. þann 1. janúar 1986. Þetta var ögrandi starf, enda var það mikið verkefni að sameina flota BÚR og Ísbjarnarins undir merkjum Granda. Og síðan bætt- ust skip Hraðfrystistöðvarinnar hf., Engey og Viðey, í flota Granda árið 1991. Ég var útgerðarstjóri hjá Granda í fimmtán ár og á þessum árum breyttist sjávarútvegurinn gríðarlega og allt umhverfi hans, átökin um kvótakerfið, sókn í nýjar tegundir og ný mið, fyrir- tækin fóru á markað, frjálst gengi krónunnar, allt þetta gerði sjávar- útveginn að heilbrigðari og arð- samari atvinnugrein í stað þeirrar óarðbæru og stöðnuðu atvinnu- greinar sem hann hafði lengi ver- ið. Árið 2000 tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að verða útgerð- arstjóri til sextugs, ég vildi reyna eitthvað annað! Ég einfaldlega sagði upp og hætti, mínu sam- starfsfólki til mikillar furðu! Á þessum tíma fannst mér starfið vera orðið meira rútínustarf frá degi til dags, en ég er einhvern veginn þannig gerður að ég vil alltaf hafa eitthvað ögrandi að takast á við. Ég vil þó nefna að meðal þess sem ég tókst á við auk útgerðarstjórnarinnar hér heima og félagsstarfa fyrir útgerðarmenn í Reykjavík, var að vera tengilið- ur Granda við sjávarútvegsfyrir- tækið Friosur í Chile, sem Grandi var og er hluthafi í. Við miðluð- um þekkingu okkar í útgerð og vinnslu til Chilemanna og ég held að megi óhikað segja að það hafi skilað mjög góðum árangri, í það minnsta hefur fyrirtækið eflst mjög á síðustu árum. Þetta verk- efni í Chile var ákaflega skemmti- legt og gefandi.“ Eftir að Sigurbjörn lét af störf- um hjá Granda var hann í um eitt ár í ráðgjafarstörfum, heima og erlendis, en síðan gerðist hann framkvæmdastjóri Scanmar á Ís- landi, sem selur og þjónustar há- tæknibúnað í sjávarútvegi. „Vissulega var starfið hjá Scanmar töluvert frábrugðið því sem ég hafði verið að gera, en hitt er svo annað mál að ég þekkti orðið vel til í sjávarútveginum, var kunn- ugur lykilstjórnendum í fyrir- tækjum og þekkti notkun þessara tækja.“ Markaðsdrifin fyrirtæki Nú er Sigurbjörn aftur kominn í hjarta sjávarútvegsins. „Fram- kvæmdastjóri landvinnslu Brims hf.“ er nýja starfsheitið. Blaða- maður Ægis situr með Sigurbirni á skrifstofunni hans í Brimi á Ak- ureyri og út um gluggann blasir við spegilsléttur Pollurinn. „Eftir tvo áratugi í sjávarútvegi þekki ég alla þætti í rekstri sjávarút- vegsfyrirtækis. En hitt er það að hér eru aðstæðurnar eilítið aðrar. Þetta fyrirtæki er sérhæft þorsk- og ýsuhús. En mesta breytingin sem hefur orðið í landvinnslunni á síðustu misserum er hins vegar þessi aukning á útflutningi á unnum ferskum fiski og að sama skapi samdráttur í hefðbundnum pakkningum inn á gamla rót- gróna markaði eins og til dæmis í Bandaríkjunum. Hér áður fyrr voru fyrirtækin í sjávarútvegi fyrst og fremst útgerðarfyrirtæki og síðar skilgreind sem fram- Sigurbjörn Svavarsson: „Kaupandinn gerir miklar kröfur um rekjanleika vörunar- þ.e. hvar fiskurinn sé veiddur, á hvaða dýpi og hvaða hitastig er búið að vera á honum frá því hann var veiddur og þar til hann er afhentur. Það er því mjög mikilvægt að tengja vel saman fiskveiðarnar og vinnsluna í landi, enda er þetta ein samfelld keðja sem má ekki slíta í sundur.“ Hér er Árbakur EA - eitt ísfiskskipa Brims hf. - í höfn. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.