Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 38
38 V E I Ð I E F T I R L I T Sjávarútvegsráðherra kynnti þessar breytingar 5. apríl sl. í Vestmannaeyjum og við það tæki- færi kom fram að að á næsta ári verði nýtt útibú Fiskistofu opnað í Eyjum, þar sem fimm starfs- menn koma til með að starfa. Ráðherra upplýsti að hér væri að mestu leyti um nýja starfsemi að ræða, en útibúið muni sjá um alla bakreikninga afurða og færa þá til afla fyrir Fiskistofu. „Reynslan sýnir að þetta er flókið og erfitt verkefni og því nauðsynlegt að koma upp sérhæfingu á þessu sviði með því að stofna sérstaka bakreikningadeild á veiðieftirlits- sviði sem jafnframt er ætlað að sinna öðru bókhaldseftirliti. Stofnun þessarar deildar er meðal annars nauðsynleg vegna nýrra og nútímalegra áherslna sem koma munu fram í nýrri vigtarreglugerð á næstu mánuðum. Í ljósi nútíma samskiptatækni er lag að hafa deildina í Vestmannaeyjum,“ seg- ir sjávarútvegsráðherra og bætir við að fjórir starfsmenn muni sinna þessum hluta í starfsemi útibúsins, en jafnframt verði ráð- inn veiðieftirlitsmaður sem annast eftirlit á sjó og landi í Eyjum. Eftirlitsmenn í útibúum Þá segir sjávarútvegsráðherra að á næsta ári verði einnig opnað nýtt útibú á Höfn í Hornafirði, sem muni þjónusta Austfirði - frá Höfn að Vopnafirði. Í fyrstu verða ráðnir tveir eftirlitsmenn og yfir- maður útibús. Á árinu 2007 verða síðan ráðnir tveir eftirlits- menn til viðbótar á Höfn og því er gert ráð fyrirr að heildarstarfs- mannafjöldi þar verði sá sami og í Vestmannaeyjum, eða fimm manns. Á árinu 2007 verður einnig opnað nýtt útibú Fiski- stofu í Stykkishólmi með þremur eftirlitsmönnum auk yfirmanns, en þjónustusvæði útibúsins verð- ur Snæfellsnes og Vestfirðir. Ári síðar verða svo þrír eftirlits- menn til viðbótar ráðnir í Stykk- ishólm. Við það er því miðað að heildarfjöldi starfsmanna þar verði sjö manns, þar af yrðu 1-2 staðsettir á Vestfjörðum. Einnig verður á árinu 2008 opnað nýtt útibú á Grindavík með þremur eftirlitsmönnum auk yfirmanns sem gert er ráð fyrir að annist eft- irlit á Suðurnesjum og austur fyr- ir fjall. Á árinu 2009 verða ráðnir þrír eftirlitsmenn til Grindavíkur til viðbótar og verða þeir því sjö samtals. Einnig verða árið 2009 ráðnir tveir starfsmenn til viðbót- ar við þá fimm sem þegar starfa á Akureyri, en það útibú mun sinna eftirliti frá Vopnafirði til og með Hvammstanga. Eftirlitið frá og með Akranesi í Hafnarfjörð myndi loks falla undir Fiskistofu í Reykjavík, en þar munu í allt starfa 8 manns, þar af tveir eftir- litsmenn. Eftirlit þar sem sjávarútvegur er stundaður „Það verða því stofnuð fjögur ný útibú; í Vestmannaeyjum, Höfn, Stykkishólmi og Grindavík auk þess sem eftirlitsmönnum verður fjölgað á Akureyri. Árið 2009 verða starfsmenn veiðieftirlitsins því 39 talsins en eru nú 35. Nýju stöðurnar fjórar verða allar í nýju bakreikningsdeildinni í Vest- mannaeyjum. Hér er verið að stíga skref í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að treysta undirstöður byggðar í landinu og jafna skilyrði til at- vinnu. Eftirlit Fiskistofu fer fram þar sem sjávarútvegur er stundað- ur og því er eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar,“ segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Árni M. Mathiesen: Eftirlit Fiskistofu fer fram þar sem sjávarút- vegur er stundaður og því er eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Mynd: Hreinn Magnússon. Veiðieftirlit flutt út á land - fjögur ný útibú Fiskistofu sett á stofn Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt breytingar á Veiðieftirliti Fiskistofu sem fela það í sér að stofnuð verði útibú í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, í Stykkishólmi og Grindavík. Jafnframt verður fjórum stöðugildum í veiðieftirliti bætt við. Til þessa hafa þrjátíu og fimm veiðieftirlitsmenn verið staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, en nú færast þessi störf út á land. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.