Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 33
33 G E Y M S L A S J Á VA R A F U R Ð A inn í vinnsluna hjá sér varma- skipti á kaldavatnslögnina sem liggur að ídýfukörunum, þ.e. varmaskipti sem kælir vatnið nið- ur í 1-2°C, þá ætti íshúðin að aukast um u.þ.b. 1% þó svo ekki væri breytt tímastillingum á færiböndum uppúr vatnsbaðinu. Ef fyrirtækin hafa áhuga á að bæta íshúðina verulega, þá er hægt að breyta hraðastillingu á færiböndum uppúr ídýfuböðun- um. Því er ljóst að með litlum tilkostnaði eða breytingum er hægt að hafa áhrif á íshúðunina. Sundafrost, geymsla Eimskipa, er fullkomnasta og stöðugasta geymslan af þeim geymslum sem skoðaðar voru. Mynd 5 sýnir geymsluna í grófum dráttum. Bæði lausfrystar og blokkfrystar sjávarafurðir, ásamt öðrum frosn- um afurðum, koma til geymslu hjá Eimskip í kælibílum og frystigámum. Hurðakerfið er mjög gott, þar sem hurðir inn í klefann opnast ef bretti er sett á böndin, brettin fara inn í klefann og hurðin lokast sjálfkrafa. Því er hurðakerfið að miklu leyti sjálf- virkt og opnanir eru lágmarkaðar. Ein hurð er á geymslunni fyrir lyftara og er þeim ekið inn og geymdir inni þangað til þeir þurfa að fara í hleðslu. Opnanir á hurð fyrir lyftarana er þannig lág- markaðar. Þegar vörur eru komn- ar inn í geymsluna fara þær áfram eftir færibandi og bíða þess að lyftari komi þeim fyrir í geymsl- unni. Í geymslunni eru fjórir kæli- blásarar, sem eru tengdir á sama afhrímingarkerfið. Geymslan er einungis hönnuð fyrir bretti og eru rekkar geymslunnar færanleg- ir. 20-30 hitanemum var dreift jafnt um geymslurnar, annars vegar í u.þ.b. 1,5 m yfir gólfi og hins vegar í efstu geymslurekkum til að greina betur orsök hita- sveiflnanna. Gögnin sem fengust úr þessum tveimur plönum, í rjá- fri geymslnanna og gólffleti, voru tekin til skoðunar sitt í hvoru lagi. Afrakstur greiningar og hugbúnaðarvinnu henni tengdri er mjög gott greiningartól, nokk- urskonar hitaþróunarmyndbönd, þar sem hægt er að skoða hita- breytingar í plönunum tveimur, rjáfri og gólfhæð, samtímis. Mynd 6 sýnir einn tímapunkt á mælitímabilinu, sem var tvær vikur. Myndin er tekin úr mynd- Mynd 4. Myndin sýnir mun á íshúð sem verður til er ufsahnakkastykkjum er dýpt í 5- 6°C vatn og 1-2°C kælt vatn fyrir 136 g hnakkastykki, ásamt 95% öryggismörkum. Mynd 5. Yfirlitsmynd af frostgeymslu 5. Aðstæður í geymslunni eru með besta móti og reyndist hún með mun stöðugra hitastig en aðrar geymslur. Mynd 6. Hitaþróun í frostgeymslu 5, þar sem hiti leitar inn í geymsluna um hurðir og yfir færibandi í miðri geymslunni, sbr. mynd 5. Myndin sýnir tvö plön, annars vegar í 1,5 m yfir gólfi og hins vegar í efstu hillum geymslunnar. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.