Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 15
15 M E N N T U N Skrefið í sameiningu var stigið til fulls í lok febrúar þegar nafn Fjöltækniskóla Íslands var kynnt - sem og ýmis nýmæli í skóla- starfinu sem koma munu til framkvæmda í áföngum á næstu misserum. „Að koma með nýtt nafn sem spannar yfir alla starf- semina var okkur mjög mikil- vægt, annars hefðu verið hér ein- hver sex, sjö nöfn í umferð og slíkt gengur aldrei upp. Þetta breytir þó ekki því að húsið sem við erum í hér á Rauðarárholtinu heitir Sjónmannaskólinn - og svo verður um ókomna tíð.“ Tæknigreinar vanmetnar Nýmælin í skólastarfinu sem að framan greinir eru sum hver orðin að veruleika, þar á meðal stofnun svonefnds tæknisvið. Á hausti komandi verður í fyrsta sinn boð- ið upp á nám til fjöltæknistúd- ents. Að baki náminu verða 160 einingar í áfangakerfi framhalds- skólanna, en til viðbótar mun viðkomandi útskrifast með 2. stigs vélstjórnarréttindi eða 1. stigs skipstjórnarréttindi og er því kominn með fjölþættan bak- grunn til viðbótar við stúdents- próf. Stúdentspróf af þessum toga er talsvert öðruvísi en úr hefð- bundnum bóknámsmenntaskóla, sem eru 140 einingar og er sett upp fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í háskóla í raungreinanám, svo sem verkfræði, tæknifræði, rafmagnsverkfræði og svo fram- vegis. „Almennt tel ég að verknám hverskonar og tæknigreinar hafi verið vanmetið og menn lagt of þunga áherslu bara á bóknámið,“ segir Jón B. Stefánsson „Stúdents- prófið, sem Íslendingar líta á sem einskonar manndómsvígslu, gefur mjög misvísandi skilaboð. Próf úr félagsfræðideild er ekki aðgöngu- miði í verk- eða tæknifræðinám. Því tel ég að framhaldsskólarnir verði að sérhæfa sig, til dæmis á þann veg sem við erum að gera. Auðvitað má leiða að því rök að ungmenni viti ekki nákvæmlega sextán ára gömul hvert hugur þeirra stefnir í námi. Flest held ég að geti þó gert það upp við sig hvort þau vilji til dæmis helga sig bókmenntagreinum, heim- speki og einhverju slíku - eða þá fara í tækni- og raungreinanám. Stúdentspróf á þeirri línu sem jafnframt veitir starfsréttindi er að minni hyggju mjög góður kostur.“ Sjávarútvegssvið með diplómagráðu Á hausti komandi er í bígerð að Fjöltækniskólinn hleypi af stokk- unum enn annarri nýrri náms- braut, sjávarútvegssviði. Nám á því er einkum ætlað fólki sem hefur áhuga á sjávarútveginum og vill bæta við sig menntun í stjórnun og rekstrargreinum, með það fyrir augum að koma að stjórnun fyrirtækja í greininni. Stjórnendur Fjöltækniskólans hafa átt í viðræðum við hags- munaaðila í sjávarútvegi um nán- ari útfærslu á þessu námi en Jón B. Stefánsson segir dagljóst að þörf sé á því að bjóða nám af þess- um toga; sem hugmyndin er að gefi 45 eininga diplomagráðu á háskólastigi. En það er á fleiri sviðum sem í Fjöltækniskólanum nýja eru farn- ar leiðir, sem ekki hefur áður ver- ið gert hér á landi. Um þessar mundir er verið að ljúka heild- stæðri gæðaúttekt sem í fram- haldinu mun fá vottum ISO 9001. Þetta er gert að kröfu Al- þjóða siglingamálastofnunarinnar sem vill að skólar sem mennta menn til alþjóðlegra skipsstjórn- arréttinda hafi þennan stimpil. Fjöltækniskólinn og Slysavarnar- skóli sjómanna eru samstíga í þessu ferli. Jón segir að í gæðaút- tekinni hafi þurft að velta við öll- um steinum í starfi skólans og endurskoða bæði rekstur og kennslustarf. Jafnframt setja allt starf í ákveðna verkferla, sem gera kleift að rekja framgang hvers einasta máls, bæði fram og aftur í tíma. Eykur aga í skólastarfinu „Þetta starf hefur svo komið á talsvert meiri skipulagi í öllu skólastarfinu og í raun er mjög merkilegt að fara í gegnum svona starf. Ég tel þetta muni í framtíð- inni skapa mun meiri aga en nú er í öllum kennsluháttum og slíkt er mjög hollt. Nám er fyrst og síðast vinna og skólastarfið spurn- ing um að veita nemendum og þar með samfélaginu góða þjón- ustu. Að slíkt starf sé unnið eftir ítrustu kröfum fagmennskunnar er mikilvægt - og lengi má gott bæta,“ segir Jón B. Stefánsson skólameistari. „Nám er fyrst og síðast vinna og skólastarfið spurning um að veita nemendum og þar með samfélaginu góða þjónustu,“ segir Jón B. Stefánsson skólameistari. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.