Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 29
29 H A F R A N N S Ó K N I R lenska lögsögu í auknum mæli. Menn telja að á hlýindaskeiðinu frá 1930 til 1960, þegar síldveið- arnar stóðu í hvað mestum blóma, hafi þessi Atlantssjór verið ríkjandi fyrir norðan land.“ RAFOS flot Héðinn nefnir að í síðustu túrum hafi verið sjósett svokölluð RAF- OS flot, en um er að ræða gler- hólka með rafeindabúnaði sem mara á um 200 m dýpi og berast með straumum. „Staðsetning þeirra fæst út frá hljóðgjöfum sem komið hefur verið fyrir í haf- inu austur af Íslandi. Flotum er einnig komið í sjó af Færeyingum norður af eyjunum. Þetta er sam- starfsverkefni Bandaríkjamanna, Norðmanna, Færeyinga og okkar og miðar að því að kortleggja flæði Atlantssjávar norður í Nor- egshaf. Það væri gagnlegt að sjó- menn þekktu þetta tæki, því ekki er útilokað að það gæti komið í troll. Slíkt hefur reyndar gerst í eldri tilraun,“ segir Héðinn. Yfir meðaltali áranna 1970-2005 En nánar um niðurstöður úr áður- nefndum leiðangri Hafró. Mælingarnar sýndu að sjávar- hiti og selta fyrir Suður- og Vest- urlandi voru vel yfir meðaltali vetrargilda áranna 1970-2005 eins og verið hefur frá 1997 (6- 8°C og 35,0-35,2). Styrkur hlýsjávarins að sunnan var með svipuðum styrk og undanfarin misseri, en norður af Vestfjörðum og fyrir Norðurlandi var út- breiðsla hlýsjávar heldur minni en á sama árstíma síðustu tvö ár. Hiti í efri lögum sjávar yfir land- grunninu norðanlands var 2-5°C og seltan 34,7-35,0, sem er áfram vel yfir meðallagi vetrarmælinga. Norðaustanlands og austan var hiti á bilinu 1.7 - 2.7°C yfir land- grunninu sem er heldur kaldara en veturinn 2004 en samt í góðu meðallagi þessa árstíma. Selta sjávar var yfir 34,7 sem einnig er yfir meðallagi að vetri. Hitastig við botn á landgrunn- inu umhverfis landið var 4-7 °C fyrir Suður- og Vesturlandi, 0-4 °C fyrir Norðurlandi og 1-3 °C fyrir Austurlandi. Norðanlands var botnhiti á landgrunninu held- ur hærri en á sama tíma 2004 en norðaustan- og austanlands var botnhiti heldur lægri en að vetri 2004. Með þessu tæki er mældur hiti sjávar og selta - samfellt frá yfir- borði og niður á botn. Stóru gráu hólkarnir eru til þess taka sjósýni. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.