Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 34

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 34
34 G E Y M S L A S J Á VA R A F U R Ð A bandi sem sýnir alla þróun hita- breytinga í geymslunni yfir mælitímann. Mælingar sýna að umtalsverður munur er á gæðum frystigeymsla og frystigáma. Munurinn kemur einkum fram í því hversu vel geymslurnar eða gámarnir ná að halda stöðugu hitastigi, t.d. - 24°C. Geymslur og gámar hafa því mismunandi mikið frávik frá meðalhita, sem er helsta ástæða þess að afurðir þorna, hríma, klumpast og drip eykst. Einn versti hönnunargalli á frystigeymslum er sá að heitt og rakt loft kemst auðveldlega inn í geymslurnar. Þar frýs rakinn í kælitækjum eða annars staðar í geymslunni. Þegar rakinn frýs í kælitækjunum (kælielementum) frýs hann sem ísskel eða hrím á kæliplötum. Þetta hefur í för með sér að varmaburður milli kæliplatna og loftsins gengur hægar fyrir sig, þar sem varminn þarf að fara gegnum ísskelina. Til að losna við ísskelina á kæliplöt- unum þarf að bræða ísinn af þeim og er það kallað afhríming. Af- hríming á kæliblásurum er með ýmsu móti, en algengast er að heitt gas sé notað til að bræða ís- skelina. Ef grannt er skoðað sést að hitabreytingar í frystigeymslu 2 eru mjög kerfisbundnar, sem bendir til að búnaður sé vanstillt- ur og sé orsök hitasveiflnanna, en ekki umferð um klefann. Aftur á móti gefa hitasveiflur í frysti- geymslu 1 til kynna að ástæðan sé ekki einungis vegna búnaðarins, þar sem hitabreytingar eru ekki algerlega kerfisbundnar. Þetta bendir frekar til að hurðarbúnað- ur sé í ólagi og að varmi og raki berist auðveldlega inn í frysti- geymsluna. Við skoðun á klefan- um kom í ljós að hurðarbúnaður er ekki nógu góður á klefanum. Einnig getur orsök hitasveiflna tengst hitastigi afurða sem koma inn í geymsluna á hverjum degi. Hitasveiflur í frystigeymslum 3 og 4 eru töluverðar, en þó ekki eins slæmar og í frystigeymslum 1 og 2, þar sem vatnsvirkni og ra- kaupptaka lofts er mun minni við lágan geymsluhita. Geymslu- og flutningastýring Hitasveiflur hafa mikil áhrif á gæði lausfrystra sjávarafurða og ekki er hægt með góðu móti að koma algerlega í veg fyrir sveifl- urnar eða gæðarýrnunina. Því var hönnuð geymslu- og flutninga- stýring, sem hefur það að mark- miði að lágmarka hitasveiflur í geymslu- og flutningaferli afurð- anna. Könnun á aðstæðum í geymslu- og flutningaferlinu gef- ur til kynna að töluverður munur er á tíðni og stærð hitasveiflna milli mismunandi geymslna og gáma ásamt meðalhita. Mynd 7 sýnir að umtalsverður munur er á aðstæðum í geymslum. Bæði í geymslum og gámum er hægt að lækka meðalhitann niður í -24°C, sem er stillingaratriði á búnaði. Því er eðlilegt að reyna að nýta betur þær geymslur sem hafa stöðugra og/eða lægra hitastig í stað hinna óstöðugu og lækka Munur á frystigeymslum -30 -25 -20 -15 -10 -5 Tími, tvær vikur °C Geymsla 1 Geymsla 2 Geymsla 3 Geymsla 4 Geymsla 5 Geymsla 6 Mynd 7. Hér sést hitaþróun í sex frystigeymslum. Hver hitaferill sýnir meðaltal 20-30 hitanema, sem eru jafndreifðir um geymslurnar. Hitasveifur eru sumstaðar mjög mikl- ar og því er ljóst að þörf er á geymslustýringu fyrir afurðir framleiðenda. Vörurflokkar eru m v1 v2 v3 v4 ... vm Gámar 12 tegundir g1 g2 g3 ... g12 Frostgeymslur 4 G1 ... G4 v1 v1 v2 v2 v3 v3 v4 v4 . . . . Kaupendur eru n k1 k2 k3 ... kn . . vm vm v1 v1 v1 v1 v2 v2 v2 v2 v3 v3 v3 v3 v4 v4 v4 v4 . . . . . . . . . . . . vm vm vm vm Frá framleiðslu koma m- vöruflokkar í mis miklu magni Mynd 8. Hér er geymslu- og flutningastýringin sett upp á myndrænan hátt, þar sem tilbúnar afurðir í mismunandi vöruflokkum í mismunandi magni eru efst í netinu. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.