Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 28
28 H A F R A N N S Ó K N I R „Þrátt fyrir að hafís sé mikill fyrir norðan landið, þá var sjórinn þar fremur hlýr En það er engu að síður greinilegt að það er styttra út í kalda sjóinn en undanfarin ár og skilin við kalda sjóinn eru skarpari en undanfarin ár. Núna eru þau í landgrunnskantinum - á ca. 4-600 metrum,“ segir Héðinn Valdimarsson, leiðangursstjóri. Héðinn segir erfitt að segja til um hvort og þá hvaða áhrif skarp- ari skil hafi á lífríkið í sjónum. „En það gæti vissulega verið að þetta hafi þau áhrif að loðnan hagi sér, ef svo má segja, með venjulegri hætti en undanfarin ár.“ Hlýnun sjávarins „Í þessum árlegu rannsóknaleið- öngrum erum við m.a. að safna upplýsingum um veðurfar sem koma okkur betur að gagni þegar frá líður varðandi tengslin milli umhverfisþátta og lífríkisins. Í gegnum tíðina hefur oft verið erfitt að tengja þetta saman, enda koma þarna margir ólíkir þættir inn í. Fyrir norðan land höfum við verið að sjá breytileika í hita- stigi sjávar á milli ára upp á 4-5 gráður, sem er gríðarlega mikið. Hlýnunin hófst í hafinu fyrir vestan land árið 1996 og 1997, en fyrir norðan byrjaði sjórinn að hlýna að marki árin 1998 og 1999. Síðan má segja að hafi verið viðvarandi hlýr sjór við landið, að árinu 2002 frátöldu þegar vetur- inn og vorið voru frekar köld. En í heildina má segja að á liðnum tíu árum hafa verið mun fleiri hlý ár en áratuginn þar á undan og þessi staðreynd hefur örugglega sitt að segja í útbreiðslu einstakra fisktegunda. Ýsan hefur vaxið mjög fyrir norðan land og út- breiðsla skötusels hefur aukist. Fyrir vestan land sjáum við greinilega að til okkar streymir hlýrri og saltari Atlantssjór og það er mjög áberandi að yfir vetr- armánuðina er sjórinn við landið saltari og hlýrri. Það bendir allt til þess að þessi Atlantssjór sé vænlegri fyrir norsk-íslensku síld- ina og þess vegna sé hún líklegri til þess að leggja leið sína inn í ís- Árlegar mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar á sjónum við landið: Hlýr sjór og seltan yfir meðallagi Samkvæmt mælingum sem voru gerðar um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni 8. til 26. febrúar sl. var hiti og selta sjávar áfram vel yfir meðallagi fyrir sunnan, vestan og norðan land. Hiti og selta sjávar voru jafnframt um eða yfir meðallagi fyrir austan land en hiti þar heldur lægri en veturinn 2004. Í mælingunum kom einnig fram að skilin við kalda sjóinn að norðan voru nær landi en undanfarin ár fyrir Norðvestur- og Norðurlandi. Héðinn Valdimarsson er hér með svokallaðað RAFOS-flot. Staðsetning flotanna fæst út frá hljóðgjöfum sem komið hefur verið fyrir í hafinu austur af Íslandi og einnig er flotum komið í sjó af Færeyingum norður af eyjunum. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.