Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 14
14 M E N N T U N Um það leyti sem blásið var til hins árlega Skrúfu- og kynningar- dags í hinu virðulega húsi Sjó- mannaskóla Íslands við Háteigs- veg í Reykjavík í marsbyrjun var kynnt nýtt nafn skólans, en allt starf Stýrimannaskólans í Reykja- vík og Vélskóla Íslands hefur nú verið sameinað undir einu nafni í Fjöltækniskóla Íslands. Sem kunnugt er tók Menntafélagið ehf. við rekstri skólanna tveggja fyrir um hálfu öðru ári. Síðan hef- ur verið unnið að því að móta nýjar áherslur í starfinu, en að Menntafélaginu standa Lands- samband íslenskrra útvegsmanna, Samorka og Samband íslenskra kaupskipaútgerða. Fulltrúar þess- ara aðila sitja í stjórn og einnig eru þar fulltrúar úr röðum Far- manna og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambandsins og Vélstjórafélags Íslands. Vélfræðingar með góðan bakgrunn „Vissulega er ekki algengt að þessi samtök, sem standa fyrir mjög svo ólíka hagsmuni, sam- einist í einstökum verkefnum. Þetta samstarf hefur hinsvegar reynst mjög farsælt í alla staði,“ segir Jón og nefnir skynsemisrök þar til sögunnar. Í skipstjórnar- náminu hafi nemendum farið fækkandi en fjöldinn verið stöðugri í vélstjórnarnáminu og aðgerðir hafi þurft að koma til. Um það hafi menn verið sam- mála, óháð stétt og stöðu. Nemendur Fjöltækniskóla Ís- lands eru í dag um 280 talsins. Um 75 eru í skipsstjórnarnámi og rúmlega 205 í vélstjórnardeild - sem er um 10% fleira en á síðasta skólaári. Í skipstjórnarnáminu er talan hinsvegar á svipuðu róli og var. Kveðst Jón búast við því að sú verði raunin áfram, enn um sinn að minnsta kosti. „Þetta ræðst einfaldlega af því að atvinnumöguleikar skipstjórn- armanna eru að þrengjast: skip- unum er að fækka og þau sem eft- ir eru verða æ stærri. Þó eru opnir ýmsir möguleikar til framtíðar og má þar nefna aukna möguleika til starfa erlendis. Staða vélfræðinga er allt önnur og atvinnumögu- leikar þeirra margir, enda fara nemendur héðan við brautskrán- ingu með mjög fjölþættan bak- grunn. Eru komnir með menntun og reynslu í vélstjórn, málsmíði og rafmagnsfræði - og raunar klára það sem á vantar í rafvirkj- un með kvöldnámskeiðum. Vita- skuld eru svona menn fyrirtækj- unum mikilvægir og góðir starfs- kraftar, enda skila þeir allt öðru- vísi og verðmætara starfi en þeir sem hafa minni og fábreyttari menntun.“ Breytingar í skrefum Jón B. Stefánsson segir að þegar Menntafélagið tók við skólunum tveimur hafi verið ákveðið að fara hægt í sakirnar við breytingar. Nálgast hlutina með skrefum fremur en stökkum. „Vissulega var ákveðin andstaða ríkjandi við breytingar. Við vildum því ekki byrja á umbyltingum enda er slíkt sjaldnast affarasælt. Ef farið hefði verið bratt í málið hygg ég að sameining hefði verið útilokuð. Því varð að vinna hlutina svolítið innanfrá og undirbúa jarðveginn fyrir það sem koma skyldi.“ Viðtal og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Skip- og vélstjórnarmenntun sameinast í Fjöltækniskóla Íslands – Tæknisvið og Sjávarútvegssvið meðal nýjunga: Einkavæddur skóli en markmiðin þau sömu „Fjöltækniskólinn er fyrsti framhaldsskólinn sem færður er úr ríkis- rekstri yfir til einkaaðila og sjálfur er ég sannfærður um ágæti þessa fyr- irkomulags. Við höfum ákveðið svigrúm í rekstri umfram aðra. Þó er mikilvægt að hafa í huga að markmiðin sem stefnt er að eru hin sömu hver sem svo stendur að rekstrinum. Skólar eru eins og hvert annað fyr- irtæki sem veitir viðskiptavinum sínum, það er nemendum, þjónustu og það er gert á grundvelli aðalnámsskrár og laga sem um skólastarf gilda,“ segir Jón B. Stefánsson skólameistari Fjöltækniskóla Íslands. Sjómannaskólinn við Háteigsveg. Húsið held- ur áfram sínu nafni þótt skólastarfið verði nú rekið undir heitinu Fjöl- tæknskóli Íslands. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.