Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 3

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 3
3 Stýrir þrjú þúsund manna fyrirtæki Hjá Icelandic Group, sem til varð með sameiningu Sjóvíkur og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, starfa um þrjú þúsund manns út um allan heim. Þórólfur Árnason hefur síðan á vor- dögum setið þar í forstjórastólnum, en hann hefur áður kom- ið við sögu hjá Marel, ESSO, Tali og síðast sem borgarstjórinn í Reykjavík. Þórólfur ræðir um nýja starfið og stefnumótun Icelandic Group í ítarlegu viðtali við Ægi. Syngjandi sjóarar á Bretagne skaganum Strákarnir í Roðlausu og beinlausu, skipverar á Kleifaberginu ÓF, héldu í víking í byrjun ágúst og tóku lagið á heilmikilli sjómanna- lagahátíð á Bretagne skaganum í Frakklandi. Þessi hátíð er haldin annað hvert ár og hana sóttu um 120 þúsund gestir í ár. Björn Val- ur Gíslason, stýrimaður á Kleifaberginu, segir Ægi frá Frakklands- ferðinni. Hafíssetur á Blönduósi Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur sett fram athyglisverða hugmynd um að komið verði á fót hafíssetri á Blönduósi, þar sem ýmsu er lýtur að hafísrannsóknum og frásögnum af hafís við Ísland í gegnum tíðina verði gerð skil í máli og myndum. Þór ræðir þessa hugmynd og hafísrannsóknir í Norður-Atlantshafi í viðtali við Ægi. Ógleymanlegar stundir á sjónum Fyrir röskum þrjátíu árum var Ásgrímur Ágústsson, ljósmyndari á Akureyri, til sjós í hálft annað ár á gamla Harðbaki. Ásgrím- ur hafði aldrei verið áður til sjós og því var sjómennskan ný upplifun fyrir hann. Í viðtali við Ægi rifjar hann upp þennan tíma og bregður skemmtilegu ljósi á sjómennskuna í máli og ekki síður myndum. Skráir söguna með ljósopinu „Ég hef ekki hugmynd um hversu margar myndir ég á og sannast sagna myndi ég örugglega skrökva til um hverja þá tölu sem ég kastaði fram. En ef ég áætla út frá fjölda mynda sem ég tók í Surtseyjargosinu, sem voru um 130 þúsund, og hátt í tvö hund- ruð þúsund myndum í Heimaeyjargosinu, þá er heildartalan vænt- anlega nokkrar milljónir,“ segir Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Eyjum, m.a. í viðtali við Ægi, en hann hefur á síðustu áratugum skráð sögu Vestmannaeyja í gegnum ljósop myndavéla sinna. Sjómaðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman... „Þeir yngri, til dæmis sumarstrákarnir, fara mikið í Cocopuffs og drekka mjólk eða kakó þótt stundum komi líka þeir tímar að þeir taki mjög hraustlega til matar síns og hafa líka alveg þörf fyrir slíkt. Ég er alltaf með fisk og kjöt til skiptis í aðalmáltíðum sitthvorn dag- inn,“ segir Finnur Bjarki Torfason, kokkur á Rán HF. Finnur Bjarki fer yfir matarmálin á frystitogara með tíðindamanni Ægis. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461-5135 GSM: 898-4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2005 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Á forsíðunni er Þórólfur Árnason, fyrrverandi borg- arstjóri í Reykjavík og núverandi forstjóri Icelandic Group. Myndina tók Óskar Þór Halldórsson. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 15 9 24 22 32 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.