Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 31

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 31
31 M A K R Í L L Ég brá mér nokkra túra á síld í sumar sem háseti um borð í Bjarna Ólafssyni AK 70. Nótt eina í lok júní vorum við að tog- veiðum í svokölluðu Hvalbaks- halli, það er yfir landgrunnskant- inum suðaustur af landinu milli Íslands og Færeyja. Þarna urðum við varir við nokkrar þokkalegar torfur sem við reyndum að ná en illa gekk. Þegar híft var kom í ljós að við höfðum ekki haft ár- angur sem erfiði. Í trollinu var einungis lítilsháttar afli. Ekki af síld, - heldur af stórum og falleg- um makríl. Þarna var komin skýringin á því hvers vegna svo lítið hafði veiðst. Makríllinn er mjög hraðsyndur og veiðist vart á þeim toghraða sem er viðhafður við veiðar á síldinni. Hún er svifaseinni í snúningum þó hún teljist einnig til sprettharðari sundfiska. Þessi snubbótti markílveiði- skapur okkar á Bjarna Ólafssyni vakti mig hins vegar til umhugs- unar. Meðal annars rifjaðist upp fyrir mér að ég skrifaði eitt sinn greinar í Fiskifréttir þar sem ég vakti athygli manna á tveimur nytjategundum fiskjar í hafinu austur af Íslandi sem við Íslend- ingar nýttum ekki. Önnur teg- undin var kolmunni, hin var makríll1. Nú eru liðin tíu ár og íslensk skip hafa borið nokkrar milljónir tonna kolmunna að landi. Litlum sögum hefur hins vegar farið af makrílveiðum. Hvað er makríll? Nú á tímum hækkandi sjávarhita þar sem suðlægar tegundir leita sífellt norðar, tel ég rétt að kom- inn sé tími til að huga að þessum litla frænda túnfisksins. Fregnir af því að sjómenn hafi orðið varir við makríl við strendur Íslands nú í sumar, allt frá Vestfjörðum suður um og austur á Langanes, styrkja mig í þeirri trú. Atlantshafsmakríllinn er upp- sjávarfiskur sem finnst beggja vegna Norður Atlantshafs og í Miðjarðarhafi. Helstu hrygning- arstöðvar eru við Írland, í Biscayaflóa og Norðursjó. Mak- ríllinn hrygnir á vorin en heldur eftir það í ætisleit og fer þá gjarnan norður í höf2. Vafalítið eru það einmitt slíkir fiskar sem orðið hefur vart við hér við land í sumar. Sennilega á hækkandi hitastig sjávar sinn þátt í því að útbreiðsla makrílsins færist nú ört norður á bóginn yfir sumar- tímann. Þokkalegt ástand virðist vera á makrílstofninum og nýlið- un ágæt undanfarin ár ef marka má skýrslu Alþjóða hafrann- sóknaráðsins3. Eftirsóttur matfiskur Makríllinn er eftirsóttur til manneldis, enda úrvals matfisk- ur. Fiskurinn hefur einnig verið vinsæll sem beita. Makríll var lengi vannýttur og veiðar hófust ekki af fullri alvöru fyrr en um 1965. Hrun norsk íslensku síld- arinnar og brottrekstur togara Breta frá veiðum við Ísland og í Barentshafi við útfærslu lögsagna í 200 sjómílur átti stóran þátt í því að menn fóru að nýta makríl- inn. Heildarveiðin hefur í fjöl- mörg ár verið mjög stöðug á bil- inu 600 til 800.000 tonn. Makríllinn er að mestu veiddur í nót og flottroll. Einnig eru færaveiðar stundaðar með smærri bátum sem dorga eftir makríln- um með sérstökum hætti4. Ágætt verð hefur fengist fyrir þennan fisk. Norska blaðið Fiskaren greindi nýlega frá því að norsk nótaskip hefðu fengið að meðal- tali um 90 krónur íslenskar fyrir kílóið af makríl í fyrra. Færabát- arnir fengu lægri verð, eða rétt tæpar 50 krónur fyrir kílóið5. Það er full ástæða fyrir okkur Íslendinga að kanna hvort mak- ríll finnist ekki yfir sumartímann í veiðanlegu magni í okkar lög- sögu og á alþjóða hafsvæðum suður og austur af landinu. Það er enginn kvóti á honum og öll- um ætti því að vera frjálst að reyna. Heimildir: 1. Magnús Þór Hafsteinsson, 1995. Nytjastofn- ar í Síldarsmugunni - seinni grein. Makríll- inn. Fiskifréttir, 21. apríl 1995. 2. Stephen J. Lockwood, 1988. The Mackerel. Its biology, assesment and the management of a fishery. Fishing News Books. 180 s. 3. ICES Advice 2004, ACFM/ACE Report. Mackerel. 4. Ljósmyndir á netinu af norskum makríldorg- bátum: ttp://www.fiskeri.no/Foto2002/Markelldorg- ing2002a.htm 5. Fiskaren 3. ágúst 2005. Makrílinn - gáum að honum! Magnús Þór Hafsteinsson: „Það er full ástæða fyrir okkur Íslendinga að kanna hvort makríll finnist ekki yfir sumar- tímann í veiðanlegu magni í okkar lögsögu og á alþjóða hafsvæðum suður og austur af landinu.“ Magnús Þór Hafsteinsson. Höfundur er alþingismaður og fiskifræðingur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.