Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 35

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 35
35 L J Ó S M Y N D U N ar og er auðvitað enn ein af stærri verstöðvum landsins og því óþrjótandi myndefni hér. Ég fór í nokkra róðra með bátum, þó ég væri alltaf sjóveikur. Ég fór m.a. í róðra með mörgum aflakóngum - t.d. Sigurjóni Óskarssyni og Hilmari Rósmundssyni. Hilmar fór oft á línu á vorin til að ná í löngu og meira að segja kom fyrir að hann sigldi með hana til Sví- þjóðar til þess að útvega Svíunum lútfisk í jólamatinn. Einu sinni man ég eftir því að ég ætlaði í fimm klukkutíma loðnutúr á Kap VE. Ég sagði konunni að ég kæmi einhvern tímann um nóttina í land og allt í góðu með það. Það fór aldeilis ekki þannig. Þá var kominn til skjalanna svokallaður loðnubanki sem sá um að deila loðnuskipun- um á löndunarhafnir. Og það varð úr að Kap þurfti að sigla austur fyrir og landa á Eskifirði. Þessi fimm tíma túr endaði í fimm sól- arhringa túr! Það er vissulega margt dýr- mætt í þessum sjávarútvegs- myndum, t.d. er lýtur að veiði. Meðal annars eru þarna myndir af ýmsum veiðiþáttum sem heyra sögunni til, t.d. þorsknót, spær- lingsveiði og reknet. Að ógleymdum vinnubrögðunum um borð í bátunum í landi fyrir áratugum síðan,“ segir Sigurgeir og tekur undir að hann hafi náð að mynda útgerðarsögu Vest- mannaeyja meira og minna frá því um miðja síðustu öld. Varðandi sjávarútvegsmyndirn- ar er Sigurgeir kominn í samstarf við Þorstein Jónsson, sem hyggst nýta þær í útgáfu sem hann er að vinna að. Nú þegar er Þorsteinn búinn að fá í hendur mikið af þessum sjávarútvegsmyndum og er að koma þeim á tölvutækt form. Fyrsta skref í varðveislu myndasafns Sigurgeirs er að koma því út af heimili hans í Eyjum í annað og rúmbetra húsnæði þar sem góð aðstaða verði til þess að fara í gegnum safnið, skanna myndir og skrá. Umrætt húsnæði er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. „Það er einfaldlega svo að húsið mitt er gjörsamlega fullt af myndum og filmum og forgangs- verkefnið er að koma safninu héð- an út og forða því frá mögulegu tjóni,“ segir hann. Um borð í Sæbjörgu árið 1968. Ein af um 130 þúsund Surtseyjarmyndum Sigurgeirs. Þessi mynd var tekin 13. apríl 1964.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.