Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 36
36
L J Ó S M Y N D U N
Alltaf á myndavaktinni
Sigurgeir vann til fjölda ára sem
hafnarvörður í Eyjum og var
þannig í nánum tengslum við líf-
æð Eyjamanna - sjávarútveginn.
Hann starfaði síðar í um tvo ára-
tugi hjá Flugfélagi Íslands uppi á
flugvelli. Myndavélin var aldrei
langt undan í öll þessi ár og Sig-
urgeir hafði vakandi auga með að
missa ekki af fréttnæmum at-
burðum. Hann rifjar t.d. upp að
þegar hann starfaði hjá Flugfélagi
Íslands hafi einu sinni verið flutt
loðna í tunnum með Douglas
flugvélum frá Eyjum vestur á
firði til þess að nota þar í beitu.
Núna er Sigurgeir hættur í
launavinnu, meira að segja hefur
hann látið af 30 ára starfi um-
boðsmanns Morgunblaðsins í Eyj-
um, en er eftir sem áður ljós-
myndari Moggans þar.
Sigurgeir segir að við skoðun á
filmusafni sínu komi í ljós gríðar-
legt magn mynda, sem hann hafi
verið algjörlega búinn að gleyma
að hann hafi tekið. Margar þessara
mynda komu þannig til að hann
tók fréttamyndir fyrir Moggann -
kannski fimm til tíu myndir af
hverjum fréttnæmum atburði -
og til þess að nýta filmurnar í
botn segist hann hafa smellt
myndum af hinu og þessu, t.d.
fólki á förnum vegi, og þannig
eigi hann ógrynni af myndum af
Eyjamönnum - því er haldið fram
að Sigurgeir hafi myndað velflesta
Eyjamenn allar götur frá um
1950.
„Ég byrjaði mjög ákveðið að
taka myndir árið fyrir fermingu
og á fermingarárinu. Síðan þegar
ég varð hafnarvörður var ég alltaf
með myndavélina með mér og var
hvattur til þess að taka hinar og
þessar myndir og senda í blöðin.
Ég fékk fyrst birtar eftir mig
myndir í opnu í Tímanum árið
1958 af grindhvalagöngu inn í
höfnina í Vestmannaeyjum og
tveimur árum síðar byrjaði ég að
mynda fyrir Morgunblaðið og hef
gert í 45 ár.
Mágur minn var mikið í ljós-
myndun og hafði framköllunarað-
stöðu og þar byrjaði ég að fram-
kalla myndir. Síðar þegar ég fór
sjálfur að byggja kom ég mér upp
sérstöku framköllunarherbergi,“
segir Sigurgeir.
Heimsþekktar ljósmyndir
Myndir Sigurgeirs hafa ekki bara
vakið mikla athygli á Íslandi. Þær
hafa farið út um allan heim og
birst í fjölda þekktra tímarita og
blaða. Þekktastar eru auðvitað
myndir hans frá bæði Surtseyjar-
gosinu og gosinu á Heimaey.
Þann 1. desember 1963 náði Sig-
urgeir ótrúlegum myndum af eld-
ingum í tengslum við Surtseyjar-
gosið og þær hafa alla tíð haldið
hans nafni á lofti. Þekktasta eld-
ingarmyndin var það ár valin
fréttamynd ársins af Associated
Press - AP-fréttastofunni. Surts-
eyjarmyndirnar birtust í mörgum
Sævar Benonýsson, sjómaður. Myndin er tekin árið 1971.
Stórbrotin mynd af einkennisfugli Eyjamanna - lundanum.