Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 14
Núna eru um þrjú ár liðin síðan Saltfiskset- ur Íslands í Grindavík var opnað, en eins og nafnið gefur til kynna er saltfiski og saltfiskverkun gerð þar skil í máli og myndum. Vel fer á því að saltfiski sé þessi sómi sýndur í Grindavík, enda hef- ur óvíða verið öflugri saltfiskverkun í gegn- um tíðina en einmitt í Grindavík. Óskar Sævarsson, forstöðumað- ur Saltfisksetursins, segir að fyrstu árin hafi verið mjög góð aðsókn í setrið, en því sé ekki að leyna að menn hafi búist við meiri aðsókn í ár, en raun ber vitni. „Við höfðum verið að gera okkur vonir um aukningu frá fyrra ári, en ég geri ráð fyrir að aðsóknin verði mjög svipuð og í fyrra. Við höfum þó fengið fleiri gesti utan hins hefðbundna ferða- mannatíma, t.d. var maí í ár mun betri en í fyrra, en hins vegar var júní lakari. Sumarið fór mjög ró- lega af stað og það á reyndar líka við um t.d. Bláa lónið, en við höf- um verið í töluverði samstarfi við Bláa lónið um markaðssetningu,“ segir Óskar. Gestum boðið upp á saltfisksmakk Sem fyrr segir er saltfiskvinnslu á Íslandi gerð rækileg skil í Salt- fisksetrinu, sem auðvitað fer vel á, því saltfiskurinn hefur verið ein af mikilvægustu verkunaraðferðum Íslendinga í gegnum tíðina og enn þann dag í dag hafa Íslend- ingar mjög sterka stöðu á mörk- uðum ytra. Meðal þess sem gest- um er boðið upp á í Saltfisksetr- inu er smakk á saltfiskrétti, sem Rúnar Marvinsson, sjávarréttasér- fræðingur, á heiðurinn af, og gestir skola þessu góðgæti niður með viðeigandi veigum. Auk sýningarinnar um saltfisk- inn er einnig rekin undir sama þaki upplýsingamiðstöð ferða- manna og þá er í húsinu sýning- arrými þar sem settar eru upp nýjar sýningar á þriggja til fjög- urra vikna fresti. Meðal annars hafa þar verið athyglisverðar myndlistarsýningar og þá segir Óskar Sævarsson að síðla árs verði sett upp sýning um tónskáldið Sigvalda Kaldalóns, sem þjónaði Grindavík lengi sem héraðslækn- ir. Um 80% gesta eru Íslendingar Óskar Sævarsson segir að um 80% gesta hafi til þessa verið Ís- lendingar en um 20% erlendir gestir. „Mér sýnist að á þessu ári hafi hlutfallsleg tala Íslendinga verið að hækka enn frekar, enda hefur okkur tekist ágætlega að markaðssetja hópferðir Íslendinga hingað - t.d. óvissuferðir, fyrir- tækjaheimsóknir o.fl. Við höfum lagt töluverða áherslu á að mark- aðssetja setrið fyrir slíkar heim- sóknir og það hefur borið ágætan árangur,“ segir Óskar. Lífið er saltfiskur í Grindavík Auk saltfisksýningarinnar eru sérsýningar settar upp í setrinu. Þannig verður Sigvalda Kaldalóns gerð skil á sýningu síðar á þessu ári. Um 80% gesta í Salt- fisksetrið eru Íslend- ingar. 14 S A LT F I S K U R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.