Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 19
19 Æ G I S V I Ð TA L I Ð í stærðinni, með því að bjóða jafn fjölbreytt úrval sjávarafurða og raun ber vitni getum við betur þjón- að bæði smásöluaðilunum og veitingahúsunum. Og jafnframt getum við þá þjónað betur þeim framleið- endum sem selja okkur fisk.“ Erfiðleikar í Bandaríkjunum vegna stöðu dollars „Stefna okkar hefur verið nokkuð skýr,“ segir Þórólf- ur, „en þó höfum við verið að skerpa hana enn frekar í stefnumótun fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í sumar. Þar kemur fram sú áhersla að okkar stærstu markaðir verði Bandaríkin, Bretland og Japan, auk meginlands Evrópu. Ástæðan fyrir þessari áherslu er áratuga þekking okkar á þessum mörkuðum og einnig vegna fjárfest- inga sem við höfum lagt í þar. Vissulega hefur blásið töluvert á móti okkur í Bandaríkjunum á síðustu misserum. Staða dollarans er þannig að það er dýrt að kaupa þangað hráefni og erfiðlega gengur að koma þessu háa hráefnisverði út í verðlagið. Það sýnir sig líka í afkomutölum Icelandic Group fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs að það er hagnaður af starfsemi fé- lagsins á öllum mörkuðum nema Bandaríkjunum, þar er tap. Vegna þess hversu stór Bandaríkin eru í okkar markaðskerfi, reiknast tap af rekstri félagsins á fyrri árshelmingi. Við erum líka að taka á okkur töluverðan kostnað vegna sameiningar SH og Sjóvíkur - ekki síst sam- einingar verksmiðjanna í Bandaríkjunum.“ Aukin áhersla á rekjanleikann Þórólfur segir að þrátt fyrir erfiða stöðu dollars trúi menn því að upp muni birta um síðir í Bandaríkjun- um og því sé rétt að leggja áfram áherslu á þann markað. „Bandaríkjamenn kaupa fisk víða að og það er engin leið önnur en að fyrr en síðar muni hátt hrá- efnisverð skila sér að lokum út í verðlagið. Meðan það er að gerast þarf að þreyja þorrann og við teljum okkur betur í stakk búna til þess að gera það en keppinautar okkar. Við erum með betri verksmiðjur, betri dreifileiðir og betri aðgang að hráefnismörkuð- um - bæði í Norður-Atlantshafi og Kyrrahafi.“ Þórólfur segir engan vafa á því að innan Icelandic Group - áður SH - sé gríðarlega mikil þekking á sölu- og markaðsstarfi. Einnig sé þar mikil þekking á gæðamálum og rekjanleika afurða, sem alltaf sé að verða stærri þáttur í sölu matvæla. „Hér hafa verið gefnar út gæðahandbækur í áratugi og fyrir liggja framleiðsluleiðbeiningar á yfir fimm þúsund afurð- um. Þarna koma inn atriði eins og litur, los, fersk- leiki og fleira. Utanum þetta er haldið í þessum gæðahandbókum, sem sölu- og markaðsfyrirtæki innan Icelandic Group hafa aðgang að. Þá er mikil áhersla lögð á rekjanleika afurða - þ.e. að unnt sé að segja kaupendum hvar fiskurinn er veiddur, hvernig var farið með hann frá fyrsta degi - hvernig hann var blóðgaður, kældur og unninn og loks geymdur. Rekjanleiki er mjög mikilvægur og er alltaf að verða mikilvægari í matvælaframleiðslu. Birgjarnir þurfa að svara neytendum um þessa hluti. Einn af okkar stærstu samstarfsaðilum í Bretlandi, Marks og Spencer, er þekktur fyrir að vera með sérlega greinar- góðar upplýsingar á fiskumbúðunum um uppruna vörunnar.“ Þórólfur orðar það svo að í Bretlandi séu menn komnir lengst í heiminum í að útbúa tilbúna rétti til sölu í smásöluverslunum. „Þetta er fallega fram reitt og í mjög háum gæðum. Þetta er oft kallað þæginda- vara og fiskurinn er í öndvegi í þeim réttum sem við erum að framleiða fyrir breska markaðinn. Við sjáum áframhaldandi vöxt í þessum geira og þar tel ég að við séum í sterkri stöðu. Bandaríkin eru hins vegar sterkust í veitingageiranum. Þar er neyslan mest í tilbúnum sjávarafurðum á veitingastöðum.“ Ég sef rólegur þótt hluta- bréfaverð standi í stað eða jafnvel lækki eitthvað. Þórólfur Árnason stýrir nú Icelandic Group, sem er alþjóðlegt fyrirtæki með um 3000 manns á launaskrá.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.