Ægir - 01.07.2005, Síða 32
32
L J Ó S M Y N D U N
Með ljósmyndalinsunni hefur
Sigurgeir Jónasson skráð byggða-
sögu Vestmannaeyja frá miðri síð-
ustu öld og fram á þennan dag. Á
þessum tíma hefur hann tekið
ógrynni ljósmynda. Svo margar
að hann treystir sér engan veginn
til þess að skjóta á hversu margar
þær kunni að vera. Það má þó
ætla að myndirnar séu margar
milljónir - á filmum, pappír og
litskyggnum. Nú hefur verið
stofnað fyrirtækið Sigurgeir ljós-
myndari ehf., um varðveislu allra
þessara ljósmynda. Safnið verður
flokkað og skráð, myndir skann-
aðar og þær gerðar aðgengilegar
til notkunar og sýningar. Þetta er
gríðarlega viðamikið verkefni,
sem Sigurgeir segist takast á við
af mikilli ánægju.
Viðamikið verkefni
„Það er auðvitað stórt og viða-
mikið verkefni framundan og út
af fyrir sig hefði maður þurft að
vera byrjaður á þessari vinnu
miklu fyrr. Hver veit nema ég
verði hundrað og tíu ára þannig
að maður nái að klára verkefnið!“
segir Sigurgeir og skellihlær.
„Ég hef ekki hugmynd um
hversu margar myndir ég á og
sannast sagna myndi ég örugg-
lega skrökva til um hverja þá tölu
sem ég kastaði fram. En ef ég
áætla út frá fjölda mynda sem ég
tók í Surtseyjargosinu, sem voru
um 130 þúsund, og hátt í tvö
hundruð þúsund myndum í
Heimaeyjargosinu, þá er heildar-
talan væntanlega nokkrar millj-
ónir. En vonandi skýrist þetta
eitthvað betur þegar skráning og
flokkun safnsins verður komin í
fullan gang.“
Gaslykt af filmukössum
Sigurgeir missti húsið sitt undir
hraun í Vestmannaeyjagosinu árið
1973, en til lánsins tókst honum
að bjarga öllum þeim filmum
sem hann átti þá þegar í fórum
sínum. Því dýrmætasta var komið
fyrir í bankahólfum og á öðrum
traustum stöðum. Hann segist
enn þann dag í dag finna gaslykt
af sumum filmukössunum
Sigurgeir segir að fyrir
nokkrum árum hafi Magnús
Kristinsson, útvegsbóndi í Eyj-
um, kallað sig á sinn fund og
nefnt hvort ekki væri ástæða til
að fara í markvissa vinnu við að
Ljósmyndunin jaðrar
við ástríðu
- segir Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Eyjum, sem hefur tekið ógrynni af myndum í um hálfa öld
Sigurgeir Jónasson,
ljósmyndari í Eyjum.
Mynd: Jóhann Ingi Árnason.