Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 16
16 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Það hefur verið skammt stórra högga í milli hjá Þórólfi Árnasyni. Hann vann í nokkur ár sem sölu- og markaðsstjóri hjá Marel, síðan lá leiðin til Olíufé- lagsins og þaðan í forstjórastól hjá Tali, sem undir hans stjórn óx og náði góðu flugi á símamarkaðnum á Íslandi. Úr farsímamálunum færði hann sig yfir í stól borgarstjóra í Reykjavík og síðan hófst nýr kafli; starf forstjóra Icelandic Group. „Það má segja að það hafi komið skyndilega til að ég tók þetta starf að mér. Þetta var fyrst nefnt við mig í maí sl. og eftir að ég hafði kynnt mér hug- myndir nýrra eigenda félagsins - þ.e. þeirra tveggja blokka sem voru að sameinast - Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH) og Sjóvíkur - þá leist mér vel á að takast á við þetta verkefni. Áhersla eigendanna var í stórum dráttum sú að Icelandic Group væri alþjóð- legt sjávarútvegsfyrirtæki sem seldi sjávarfang af fjölbreyttum uppruna út um allan heim, en með sterkan íslenskan bakgrunn. Í því fólst ekki síst styrkur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og að mínu mati er þetta einnig einn helsti styrkur Icelandic Group í dag.“ Kominn heim aftur Þórólfur fær sér tesopa og heldur svo áfram. „Ég tel mig þekkja sjávarútveg nokkuð vel. Ég tók lokaverk- efni í verkfræði árið 1981 um framleiðsluaðferðir í sjávarútvegi og starfaði síðan í þrjú ár að því að hanna vinnslulínur í frystihús. Starfaði síðan í sjö ár sem sölu- og markaðsstjóri hjá Marel og hef setið í stjórn þess fyrirtækis í átta ár, nú sem varaformaður stjórnar. Um tuttugu ára skeið hef ég haft náin tengsl við sjávarútveg, auk þess sem ég seldi útgerð- armönnunum olíu þegar ég starfaði um tíma hjá ESSO. Mér finnst því að mörgu leyti eins og ég sé kominn heim aftur,“ segir Þórólfur og brosir. Bætir síðan við: „Það eru vafalaust fá fyrirtæki á Íslandi sem eru með jafn sterkan heimabakgrunn, en hafa jafnframt verið í útrás í yfir sextíu ár. Útflutningur á frystum sjávarafurðum á síðustu öld lagði að mínu mati grunninn að velmegun þjóðarinnar. Togaraút- gerðin, saltfiskverkunin, frystihúsin og síðan frysti- skipin voru sú gjaldeyrisuppspretta sem hélt þjóð- inni gangandi á síðustu öld. Þá þróuðust ákveðnar sölu- og markaðsaðgerðir sem miðuðu að því að halda framleiðendunum saman og tiltölulega fáum vörumerkjum í gangi, auk þess að hindra undirboð þeirra á mörkuðum. Þetta var á þeim tíma sem hag- Þórólfur Árnason: „Styrkur okkar felst því í stærðinni, með því að bjóða jafn fjölbreytt úrval sjávarafurða og raun ber vitni getum við betur þjónað bæði smá- söluaðilunum og veitingahúsunum.“ Mér finnst að mörgu leyti eins og ég sé kominn heim aftur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.